Á fundinn undir þessum lið mætti Tinna K. Halldórsdóttir, frá Austurbrú, og gerði grein fyrir skýrslu sem Austurbrú er með í vinnslu fyrir nefndina um þróun atvinnulífs undan farin ár á Fljótsdalshéraði.
Málið verður rætt áfram á næsta fundi nefndarinnar.
Fyrir liggur tölvupóstur með gögnum, dagsettur 2. nóvember 2015, frá Láru Vilbergsdóttur hjá Austurbrú, þar sem farið er yfir stöðu verkefnisins Áfangastaðurinn Austurlands og næstu skref útskýrð. Jafnframt er óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa sína í nokkra rýnihópa verkefnisins.
Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs 9. nóvember 2015 mun aðalfulltrúar atvinnu- og menningarnefndar taka þátt í verkefninu.
Kynningarmál sveitarfélagsins til umræðu. Nefndin er sammála um að endurútgefinn verði bæklingur á ensku um Fljótsdalshérað fyrir ferðamenn. Fjármunir verði teknir af lið 13.63.
Málið verður rætt áfram á næsta fundi nefndarinnar.