Atvinnu- og menningarnefnd

26. fundur 09. nóvember 2015 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Greining á þróun atvinnulífsins

Málsnúmer 201504026

Á fundinn undir þessum lið mætti Tinna K. Halldórsdóttir, frá Austurbrú, og gerði grein fyrir skýrslu sem Austurbrú er með í vinnslu fyrir nefndina um þróun atvinnulífs undan farin ár á Fljótsdalshéraði.

Málið verður rætt áfram á næsta fundi nefndarinnar.

2.Reglur um úthlutun styrkja til menningarmála

Málsnúmer 201510016

Fyrir liggja drög að reglum um úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarmála. Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að fyrirliggjandi reglur um úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarmála verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Áfangastaðurinn Austurland

Málsnúmer 201409105

Fyrir liggur tölvupóstur með gögnum, dagsettur 2. nóvember 2015, frá Láru Vilbergsdóttur hjá Austurbrú, þar sem farið er yfir stöðu verkefnisins Áfangastaðurinn Austurlands og næstu skref útskýrð. Jafnframt er óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa sína í nokkra rýnihópa verkefnisins.

Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs 9. nóvember 2015 mun aðalfulltrúar atvinnu- og menningarnefndar taka þátt í verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Kynningarmál

Málsnúmer 201510040

Kynningarmál sveitarfélagsins til umræðu. Nefndin er sammála um að endurútgefinn verði bæklingur á ensku um Fljótsdalshérað fyrir ferðamenn. Fjármunir verði teknir af lið 13.63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.