Greining á þróun atvinnulífsins

Málsnúmer 201504026

Atvinnu- og menningarnefnd - 17. fundur - 13.04.2015

Fyrir liggur tilboð frá Austurbrú tilboð vegna vinnu við gerð greiningar á þróun atvinnulífsins á Fljótsdalshéraði síðast liðin ár.

Málið er í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 19. fundur - 11.05.2015

Fyrir liggur tilboð frá Austurbrú vegna greiningarvinnu um þróun atvinnulífs á Fljótsdalshéraði.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að tilboðinu upp á kr. 1.255.000 verði tekið og færist af lið 13.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 217. fundur - 20.05.2015

Fyrir liggur tilboð frá Austurbrú vegna greiningarvinnu um þróun atvinnulífs á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að taka tilboði upp á kr. 1.255.000 og færist af lið 13.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 26. fundur - 09.11.2015

Á fundinn undir þessum lið mætti Tinna K. Halldórsdóttir, frá Austurbrú, og gerði grein fyrir skýrslu sem Austurbrú er með í vinnslu fyrir nefndina um þróun atvinnulífs undan farin ár á Fljótsdalshéraði.

Málið verður rætt áfram á næsta fundi nefndarinnar.