Atvinnu- og menningarnefnd

19. fundur 11. maí 2015 kl. 17:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Aðalfundargerð Minjasafns Austurlands frá 30. apríl 2015

Málsnúmer 201505019

Fyrir liggur til kynningar fundargerð aðalfundar Minjasafns Austurlands frá 30. apríl 2015.

Atvinnu- og menningarnefnd býður Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur, nýjan forstöðumann safnsins, velkomna til starfa.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf.2015

Málsnúmer 201504125

Fyrir liggur fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna. Jafnframt ársreikningur Landskerfis bókasafna fyrir 2014 og samþykktir félagsins.

Atvinnu- menningarnefnd leggur til að Jóhanna Hafliðadóttir, forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa, verði fulltrúi Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.Ársreikningur Forskots vegna Ormsteitis 2014

Málsnúmer 201505001

Fyrir liggur ársreikningur Forskots vegna Ormsteitis 2014.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar forstöðumanni og stjórn Forskots fyrir vel unnin störf við skipulagningu og framkvæmd Ormsteitis á síðasta ári.

Ársreikningurinn að öðru leyti lagður fram til kynningar.

4.Styrkbeiðni vegna sumarsýningar Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201505014

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs vegna fyrirhugaðrar sumarsýningar í Sláturhúsinu í tilefni af aldarafmæli Steinþórs Eiríkssonar listmálara.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 300.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um styrk vegna Skógardagsins mikla 2015

Málsnúmer 201504124

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Félagi skógarbænda á Austurlandi, undirrituð af Helga Hjálmari Bragasyni, vegna Skógardagsins mikla 2015.


Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um styrk vegna tónleika

Málsnúmer 201505020

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Kolbeini Ísak Hilmarssyni, fyrir hönd Tónlistarfélags Menntaskólans á Egilsstöðum, vegna tónleika hljómsveitarinnar Agent Fresco.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 35.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504105

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2015. Málið tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201410062

Málið er í vinnslu.

9.Greining á þróun atvinnulífsins

Málsnúmer 201504026

Fyrir liggur tilboð frá Austurbrú vegna greiningarvinnu um þróun atvinnulífs á Fljótsdalshéraði.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að tilboðinu upp á kr. 1.255.000 verði tekið og færist af lið 13.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.