Styrkbeiðni vegna sumarsýningar Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201505014

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 19. fundur - 11.05.2015

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs vegna fyrirhugaðrar sumarsýningar í Sláturhúsinu í tilefni af aldarafmæli Steinþórs Eiríkssonar listmálara.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 300.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 217. fundur - 20.05.2015

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs vegna fyrirhugaðrar sumarsýningar í Sláturhúsinu í tilefni af aldarafmæli Steinþórs Eiríkssonar listmálara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 300.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.