Hvatning til hlutafjárkaupa í Gróðrastöðinni Barra

Málsnúmer 201510086

Atvinnu- og menningarnefnd - 25. fundur - 26.10.2015

Fyrir liggur bréf, dagsett 12. október 2015, frá Gróðrastöðinni Barra, undirritað af Skúla Björnssyni, þar sem vakin er athygli á því að hluthöfum stendur til boða hlutafjárkaup í félaginu.

Atvinnu og menningarnefnd telur sér ekki fært að verða við beiðni um aukningu hlutafjár í Gróðarstöðinni Barra að sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Fyrir liggur bréf, dagsett 12. október 2015, frá Gróðrarstöðinni Barra, undirritað af Skúla Björnssyni, þar sem vakin er athygli á því að hluthöfum stendur til boða hlutafjárkaup í félaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu og menningarnefnd og telur sér ekki fært að verða við beiðni um aukningu hlutafjár í Gróðrarstöðinni Barra að sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.