Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

316. fundur 26. október 2015 kl. 09:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer 1. varamaður
  • Árni Kristinsson 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir staðgreiðslutölur síðasta mánaðar.

Lagður fram tölvupóstur frá slökkviliðsstjóra varðandi greiðslur fyrir fundarsetu í stjórn Brunavarna á Héraði á kjörtímabilinu.
Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra að gera tillögu að afgreiðslu málsins fyrir næsta fund bæjarráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201504075

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nýjustu samantekt sína á áætlunum frá stofnunum og nefndum sveitarfélagsins, að teknu tilliti til þeirra hugmynda að breytingum sem ræddar voru á vinnufundi bæjarstjórnar í síðustu viku.

Bæjarráð samþykkir að vísa þannig framlagðri fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun 2017 - 2019, til fyrri umræðu í bæjarstjórn 4. nóvember nk.
Stefnt er að því að halda almennan borgarafund á milli umræðna í bæjarstjórn þann 19. nóvember, til að kynna fjárhagsáætlun.

3.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 20

Málsnúmer 1510015

Fundargerðin lögð fram:

3.1.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2015

Málsnúmer 201503078

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.

3.2.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

Málsnúmer 201311125

Í vinnslu.

4.Fundargerðir Brunavarna á Héraði, 15.10.2015 og 18.10.2015

Málsnúmer 201510102

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Vegna bókunar í fundargerð 18. okt, varðandi kaup á slökkvibíl, er bæjarstjóra faldið að óska eftir viðræðum við Fljótsdalshrepp varðandi framtíðarskipulag Brunavarna á Héraði.

5.Eigendastefna fyrir þjóðlendur

Málsnúmer 201510053

Lagt fram fundarboð vegna samráðsfundar sem haldinn verður föstudaginn 30. október 2015.

Bæjarráð samþykkir að Jón Jónsson hrl. lögmaður sitji fundinn fh. sveitarfélagsins.

6.Reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

Málsnúmer 201510105

Lagðar fram til umsagnar reglur um bókhald og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að fara yfir reglurnar og gera athugasemdir ef þurfa þykir.

7.Landsþing Þroskahjálpar 2015

Málsnúmer 201510118

Lagðar fram til kynningar ályktanir frá landsþingi Þroskahjálpar sem haldið var 16. og 17. október 2015.

8.Tilnefning fulltrúa í samgöngunefnd SSA

Málsnúmer 201510140

Lagður fram tölvupóstur frá SSA, dags. 22. okt.2015 þar sem óskað er eftir tilnefningu sveitarfélagsins um aðalmann og varamann í samgöngunefnd Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Bæjarráð samþykkir að fresta tilnefningunni til næsta fundar bæjarráðs 2. nóv. nk.

9.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015 til 2016.

Málsnúmer 201502122

Kynnt þau erindi sem bárust á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var í kaffihorni Nettó fyrir rúmri viku í tengslum við lýðræðisviku sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma erindunum á framfæri við viðkomandi nefndir og starfsmenn sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 12:00.