Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir staðgreiðslutölur síðasta mánaðar.
Lagður fram tölvupóstur frá slökkviliðsstjóra varðandi greiðslur fyrir fundarsetu í stjórn Brunavarna á Héraði á kjörtímabilinu. Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra að gera tillögu að afgreiðslu málsins fyrir næsta fund bæjarráðs.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nýjustu samantekt sína á áætlunum frá stofnunum og nefndum sveitarfélagsins, að teknu tilliti til þeirra hugmynda að breytingum sem ræddar voru á vinnufundi bæjarstjórnar í síðustu viku.
Bæjarráð samþykkir að vísa þannig framlagðri fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun 2017 - 2019, til fyrri umræðu í bæjarstjórn 4. nóvember nk. Stefnt er að því að halda almennan borgarafund á milli umræðna í bæjarstjórn þann 19. nóvember, til að kynna fjárhagsáætlun.
Vegna bókunar í fundargerð 18. okt, varðandi kaup á slökkvibíl, er bæjarstjóra faldið að óska eftir viðræðum við Fljótsdalshrepp varðandi framtíðarskipulag Brunavarna á Héraði.
Lagður fram tölvupóstur frá SSA, dags. 22. okt.2015 þar sem óskað er eftir tilnefningu sveitarfélagsins um aðalmann og varamann í samgöngunefnd Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir að fresta tilnefningunni til næsta fundar bæjarráðs 2. nóv. nk.
Kynnt þau erindi sem bárust á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var í kaffihorni Nettó fyrir rúmri viku í tengslum við lýðræðisviku sveitarfélaga. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma erindunum á framfæri við viðkomandi nefndir og starfsmenn sveitarfélagsins.
Lagður fram tölvupóstur frá slökkviliðsstjóra varðandi greiðslur fyrir fundarsetu í stjórn Brunavarna á Héraði á kjörtímabilinu.
Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra að gera tillögu að afgreiðslu málsins fyrir næsta fund bæjarráðs.