Eigendastefna fyrir þjóðlendur

Málsnúmer 201510053

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 314. fundur - 12.10.2015

Lögð fram erindi frá forsætisráðuneytinu með verkefnislýsingu um mótun eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Jafnframt er óskað eftir ábenginum um verkefnislýsinguna.
Einnig lögð fram drög að ábendingum unnin af lögmanni sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra í samráði við lögmann að svara erindinu, með vísan í framlögð drög.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Í bæjarráði voru lögð fram erindi frá forsætisráðuneytinu með verkefnislýsingu um mótun eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Jafnframt er óskað eftir ábendingum um verkefnislýsinguna.
Einnig voru lögð fram drög að ábendingum unnin af lögmanni sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra í samráði við lögmann að svara erindinu, með vísan í framlögð drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 316. fundur - 26.10.2015

Lagt fram fundarboð vegna samráðsfundar sem haldinn verður föstudaginn 30. október 2015.

Bæjarráð samþykkir að Jón Jónsson hrl. lögmaður sitji fundinn fh. sveitarfélagsins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 22.10.2015 þar sem Regína Sigurðardóttir, Forsætisráðuneytinu, bíður sveitarfélaginu að senda einn fulltrúa á 3. fund Eigendastefnu fyrir þjóðlendur, sem haldinn verður kl. 13-15 föstudaginn 30. október 2015 í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 53. fundur - 24.08.2016

Lögð er fram drög Forsætisráðuneytisins, Eigendastefna fyrir þjóðlendur dags. 27.7.2016 til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að reglur um ráðstöfun tekna sem fást af auðlindanýtingu innan þjóðlenda verði gerðar skýrari líkt og kemur fram í drögum að eigendastefnu fyrir þjóðlendur, að öðru leiti er erindið lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 07.09.2016

Lögð eru fram drög Forsætisráðuneytisins, Eigendastefna fyrir þjóðlendur dags. 27.7. 2016 til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til að reglur um ráðstöfun tekna sem fást af auðlindanýtingu innan þjóðlenda verði gerðar skýrari líkt og kemur fram í drögum að eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Að öðru leyti er erindið lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.