Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2015

Málsnúmer 201503078

Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 18. fundur - 17.03.2015

Fyrir lágu 3 umsóknir frá einstaklingum. Fram kom að fjármagn sjóðsins er mjög af skornum skammti, en til ráðstöfunar á árinu eru rúmar 472 þúsund krónur. Vegna takmarkaðra fjármuna verður að horfa til þess hverjir hafa áður fengið styrk úr sjóðnum og hvaða námskeið og ráðstefnur ættu frekar heima á námskeiðslið viðkomandi deildar eða stofnunnar. Einnig hvort umsækjendur njóta jafnframt afsláttar af vinnuskyldu vegna námsins, sbr. reglur um endurmenntun og framhaldsnám starfsmanna.

Tekin fyrir umsókn vegna náms og námskeiðsgjalds í Tölvunarfræði BSc, við Háskólann í Reykjavík. Umsækjandi er karlmaður og hefur ekki sótt um styrk áður í endurmenntunarsjóð.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki á kr. 50.000 upp í kostnað við umrætt nám. Styrkurinn er veittur með fyrirvara um að viðkomandi njóti ekki afláttar af vinnuskyldu, sbr. 4 grein reglna um endurmenntun eða framhaldsnám starfsmanna Fljótsdalshéraðs. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn þar sem óskað eftir styrk vegna námsskeiðs við endurmenntun Háskóla Íslands. Sótt er um styrkinn vegna greiðslu á námskeiðsgjaldi. Umsækjandi er kona og hefur tvisvar áður fengið úthlutað styrk úr sjóðnum.
Samþykkt samhljóða að veita 30.000 kr. styrk upp í kostnað við umrætt námskeið. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn, þar sem óskað er eftir styrk vegna diplómanáms í barnavernd við Háskóla Íslands. Umsækjandi sem er kona hefur einu sinni áður fengið styrk úr endurmenntunarsjóði.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki á kr. 150.000 upp í kostnað við umrætt nám. Styrkurinn er veittur með fyrirvara um að viðkomandi njóti ekki afláttar af vinnuskyldu, sbr. 4 grein reglna um endurmenntun eða framhaldsnám starfsmanna Fljótsdalshéraðs. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 289. fundur - 23.03.2015

Afgreiðsla sjóðsstjórnar staðfest.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Afgreiðsla sjóðsstjórnar staðfest.

Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 20. fundur - 21.10.2015

Fyrir lágu 2 umsóknir frá einstaklingum. Eins og fram kom á úthlutunarfundi sjóðsins sl. vor er fjármagn sjóðsins mjög af skornum skammti, bæði vegna aukinna umsókna í sjóðinn og eins takmarkaðs fjármagns sem í hann er veitt.

Því verður að horfa til þess við úthlutun hverjir hafa áður fengið styrk úr sjóðnum og hvaða námskeið og ráðstefnur ættu frekar heima á námskeiðslið viðkomandi deildar eða stofnunnar.

Tekin fyrir umsókn vegna ráðstefnu í Finnlandi sl. sumar, sem var endurmenntun fyrir þorskaþjálfa. Sótt er um styrk vegna ráðstefnugjalds og ferðakostnaðar.
Umsækjandi er kona og hefur ekki sótt um styrk áður í endurmenntunarsjóð.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki á kr. 92.680 upp í kostnað við umrædda námsferð. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.


Tekin fyrir umsókn vegna ráðstefnunnar Social Thinking sem haldin er í Boston. Sótt er um styrkinn vegna greiðslu á námskeiðsgjaldi og ferðakostnaði. Umsækjandi er kona og hefur ekki áður sótt um styrk úr sjóðnum.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki á kr. 124.000 upp í kostnað við umrædda námsferð . Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 316. fundur - 26.10.2015

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.