Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs

20. fundur 21. október 2015 kl. 13:00 - 14:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Guðrún Helga Elvarsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Gestsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2015

Málsnúmer 201503078

Fyrir lágu 2 umsóknir frá einstaklingum. Eins og fram kom á úthlutunarfundi sjóðsins sl. vor er fjármagn sjóðsins mjög af skornum skammti, bæði vegna aukinna umsókna í sjóðinn og eins takmarkaðs fjármagns sem í hann er veitt.

Því verður að horfa til þess við úthlutun hverjir hafa áður fengið styrk úr sjóðnum og hvaða námskeið og ráðstefnur ættu frekar heima á námskeiðslið viðkomandi deildar eða stofnunnar.

Tekin fyrir umsókn vegna ráðstefnu í Finnlandi sl. sumar, sem var endurmenntun fyrir þorskaþjálfa. Sótt er um styrk vegna ráðstefnugjalds og ferðakostnaðar.
Umsækjandi er kona og hefur ekki sótt um styrk áður í endurmenntunarsjóð.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki á kr. 92.680 upp í kostnað við umrædda námsferð. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.


Tekin fyrir umsókn vegna ráðstefnunnar Social Thinking sem haldin er í Boston. Sótt er um styrkinn vegna greiðslu á námskeiðsgjaldi og ferðakostnaði. Umsækjandi er kona og hefur ekki áður sótt um styrk úr sjóðnum.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki á kr. 124.000 upp í kostnað við umrædda námsferð . Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

2.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

Málsnúmer 201311125

Farið yfir þau vinnugögn sem fyrir liggja vegna endurskoðunarinnar. Samþykkt að nefndarmenn fari með gögnin og rýni þau og skili svo inn upplýsingum um nauðsynlegar breytingar. Stefnt er að því að afgreiða reglurnar til bæjarráðs á fundi nefndarinnar í nóvember.

Fundi slitið - kl. 14:45.