Tilnefning fulltrúa í samgöngunefnd SSA

Málsnúmer 201510140

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 316. fundur - 26.10.2015

Lagður fram tölvupóstur frá SSA, dags. 22. okt.2015 þar sem óskað er eftir tilnefningu sveitarfélagsins um aðalmann og varamann í samgöngunefnd Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Bæjarráð samþykkir að fresta tilnefningunni til næsta fundar bæjarráðs 2. nóv. nk.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 317. fundur - 02.11.2015

Bæjarráð samþykkir að Anna Alexandersdóttir verði aðalmaður í samgöngunefnd SSA og Gunnar Jónsson verði hennar varamaður.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Anna Alexandersdóttir verði aðalmaður í samgöngunefnd SSA og Gunnar Jónsson verði hennar varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.