Samningur og viljayfirlýsing Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar varðandi uppbyggingu við Íþ

Málsnúmer 201508023

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 339. fundur - 25.04.2016

Til fundar mætti Davíð Þór Sigurðarson formaður Hattar og kynnti hugmyndir að útfærslum að viðbyggingum við íþróttamiðstöðina, sem byggir á viljayfirlýsingu frá 24.07. 2015 milli Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar varðandi uppbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.
Hugmyndirnar koma frá starfshópi sem skipaður var af ÍF Hetti.
Að lokinni kynningu var Davíð þökkuð koman, en málið er áfram í vinnslu hjá sveitarfélaginu í samatarfi við íþróttafélagið Hött.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 349. fundur - 11.07.2016

Farið yfir viljayfirlýsingu Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar varðandi uppbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum, sem gerð var á síðasta ári og hvernig fjárfestingin rúmaðist mögulega innan fjárhagsramma sveitarfélagsins næstu þrjú árin.
Bæjarráð mælist til þess að framboðin ræði fyrirliggjandi útfærslur innan sinna raða og að málið verði tekið fyrir aftur á fundi bæjarráðs 8. ágúst nk.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 350. fundur - 08.08.2016

Farið yfir stöðuna, en málið að öðru leyti í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 351. fundur - 15.08.2016

Málið var til umræðu á síðasta fundi bjarráðs og hefur nú verið rætt frekar innan framboðanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að fara í viðræður við íþróttafélagið Hött um uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum, út frá hugmyndum sem íþróttafélagið hefur lagt fram. Horft verði til valkosta sem gera ráð fyrir byggingu úr stálgrind, eða steypu og einnig verði miðað við þær upphæðir í framkvæmdakostnaði sem ræddar hafa verið í bæjarráði.
Drög að samningi og útfærslum verði síðan lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
B-listinn telur mikilvægt að í kjölfar bókunar bæjarráðs verði fyrirliggjandi áætlanir rýndar skilmerkilega, settar fram endanlegar tillögur um útfærslu viðbygginga og breytinga innanhúss, mótuð drög að samningum við íþróttafélagið og settar fram áætlanir um áhrif framkvæmdanna á rekstur sveitarfélagsins á komandi árum. Þó að B-listinn líti hugmyndir um uppbyggingu íþróttamiðstöðvar jákvæðum augum áskilja fulltrúar listans sér allan rétt til að taka endanlega afstöðu til verkefnisins þegar öll framangreind gögn liggja fyrir, en ljóst er að ekki er ásættanlegt að framkvæmdir sem þessar gangi of nærri fjárhag sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 241. fundur - 17.08.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að fara í viðræður við íþróttafélagið Hött um uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum, út frá hugmyndum sem íþróttafélagið hefur lagt fram. Horft verði til valkosta sem gera ráð fyrir byggingu úr stálgrind, eða steypu og einnig verði miðað við þær upphæðir í framkvæmdakostnaði sem ræddar hafa verið í bæjarráði.
Drög að samningi og útfærslum verði síðan lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þórður Mar Þorsteinsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Þórður Mar Þorsteinsson, fulltrúi Á-lista í bæjarstjórn, telur að uppbygging íþróttamiðstöðvar og samstarf við Hött um það verkefni, sé mjög jákvætt skref í uppbyggingu íþróttaaðstöðu sveitarfélagsins. Undirritaður hefur þó haft efasemdir um réttmæti framkvæmdarinnar á þessum tímapunkti.

Bæjarfulltrúinn telur að slík uppbygging verði að taka mið af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, og megi ekki ganga of nærri henni. Hann telur mikilvægt að bæði fulltrúar Hattar og fulltrúar sveitarfélagsins taki mið af þeirri stöðu sem sveitarfélagið er í á hverjum tíma, og jafnvel kunni að koma til frestunar á framkvæmdum , versni fjárhagsstaða sveitarfélagsins á framkvæmdatíma. Undirritaður, telur einnig að mikilvægt sé að fari kostnaður við framkvæmdir fram úr áætlunum, þá lendi þeir fjármunir ekki á sveitarfélaginu, og samningsaðili sveitarfélagsins geri sér skýra grein fyrir þessu. Undirritaður samþykkir tillögu um byggingu fimleikahús að svo stöddu, en áskilur sér einnig rétt til að taka sjálfstæða efnislega afstöðu til þess samnings sem gerður verði við Hött vegna þessa, óháð þeirri afstöðu sem hér er tekin.


Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun fh. B-listans.

Bæjarfulltrúar B-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
B-listinn telur mikilvægt að í kjölfar bókunar bæjarráðs og afgreiðslu hennar í bæjarstjórn verði fyrirliggjandi áætlanir rýndar skilmerkilega, settar fram endanlegar tillögur um útfærslu viðbygginga og breytinga innanhúss, mótuð drög að samningum við íþróttafélagið og settar fram áætlanir um áhrif framkvæmdanna á rekstur sveitarfélagsins á komandi árum. Þó að B-listinn líti hugmyndir um uppbyggingu íþróttamiðstöðvar jákvæðum augum áskilja fulltrúar listans sér allan rétt til að taka endanlega afstöðu til verkefnisins þegar öll framangreind gögn liggja fyrir, en ljóst er að ekki er ásættanlegt að framkvæmdir sem þessar gangi of nærri fjárhag sveitarfélagsins.