Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

241. fundur 17. ágúst 2016 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson 2. varaforseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 351

Málsnúmer 1608003

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 1.4 og kynnti bókun. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.4. og kynnti bókun. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.4. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 1.4. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 1.4. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 1.4. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.4 og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 1.4.

Fundargerðin lögð fram.

1.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.2.Fundargerð 211.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201608044

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.3.Hvatning Velferðarvaktarinnar vegna kostnaðar skólabarna við ritfangakaup

Málsnúmer 201608041

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.4.Samningur og viljayfirlýsing Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar varðandi uppbyggingu við Íþ

Málsnúmer 201508023

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að fara í viðræður við íþróttafélagið Hött um uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum, út frá hugmyndum sem íþróttafélagið hefur lagt fram. Horft verði til valkosta sem gera ráð fyrir byggingu úr stálgrind, eða steypu og einnig verði miðað við þær upphæðir í framkvæmdakostnaði sem ræddar hafa verið í bæjarráði.
Drög að samningi og útfærslum verði síðan lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þórður Mar Þorsteinsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Þórður Mar Þorsteinsson, fulltrúi Á-lista í bæjarstjórn, telur að uppbygging íþróttamiðstöðvar og samstarf við Hött um það verkefni, sé mjög jákvætt skref í uppbyggingu íþróttaaðstöðu sveitarfélagsins. Undirritaður hefur þó haft efasemdir um réttmæti framkvæmdarinnar á þessum tímapunkti.

Bæjarfulltrúinn telur að slík uppbygging verði að taka mið af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, og megi ekki ganga of nærri henni. Hann telur mikilvægt að bæði fulltrúar Hattar og fulltrúar sveitarfélagsins taki mið af þeirri stöðu sem sveitarfélagið er í á hverjum tíma, og jafnvel kunni að koma til frestunar á framkvæmdum , versni fjárhagsstaða sveitarfélagsins á framkvæmdatíma. Undirritaður, telur einnig að mikilvægt sé að fari kostnaður við framkvæmdir fram úr áætlunum, þá lendi þeir fjármunir ekki á sveitarfélaginu, og samningsaðili sveitarfélagsins geri sér skýra grein fyrir þessu. Undirritaður samþykkir tillögu um byggingu fimleikahús að svo stöddu, en áskilur sér einnig rétt til að taka sjálfstæða efnislega afstöðu til þess samnings sem gerður verði við Hött vegna þessa, óháð þeirri afstöðu sem hér er tekin.


Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun fh. B-listans.

Bæjarfulltrúar B-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
B-listinn telur mikilvægt að í kjölfar bókunar bæjarráðs og afgreiðslu hennar í bæjarstjórn verði fyrirliggjandi áætlanir rýndar skilmerkilega, settar fram endanlegar tillögur um útfærslu viðbygginga og breytinga innanhúss, mótuð drög að samningum við íþróttafélagið og settar fram áætlanir um áhrif framkvæmdanna á rekstur sveitarfélagsins á komandi árum. Þó að B-listinn líti hugmyndir um uppbyggingu íþróttamiðstöðvar jákvæðum augum áskilja fulltrúar listans sér allan rétt til að taka endanlega afstöðu til verkefnisins þegar öll framangreind gögn liggja fyrir, en ljóst er að ekki er ásættanlegt að framkvæmdir sem þessar gangi of nærri fjárhag sveitarfélagsins.

1.5.Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis til sölu gistingar í fl. II/Sauðhagi 1, lóð 2, hús 3.

Málsnúmer 201607019

Lagt er fram til kynningar.

1.6.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/Vallnaholt 8

Málsnúmer 201607007

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.7.Umsókn um rekstrarleyfi fyrir gistingu/Eyjólfsstaðaskógur 28

Málsnúmer 201606142

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.8.Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi til sölu gistingar/Vallanes

Málsnúmer 201606143

Lagt fram til kynningar.

1.9.Þátttaka í Útsvari veturinn 2016 - 2017

Málsnúmer 201608051

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að taka þátt í spurningakeppninni Útsvar á komandi vetri og freista þess að verja titilinn frá síðasta vetri.
Jafnframt er Stefáni Boga Sveinssyni og Stefáni Bragasyni falið að leita eftir þátttakendum til að skipa liðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 346

Málsnúmer 1606015

Fundargerðin lögð fram til kynningar, en á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála í umboði bæjarstjórnar.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 347

Málsnúmer 1606018

Fundargerðin lögð fram til kynningar, en á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála í umboði bæjarstjórnar.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 348

Málsnúmer 1606021

Fundargerðin lögð fram til kynningar, en á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála í umboði bæjarstjórnar.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 349

Málsnúmer 1607002

Fundargerðin lögð fram til kynningar, en á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála í umboði bæjarstjórnar.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 350

Málsnúmer 1607003

Fundargerðin lögð fram til kynningar, en á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála í umboði bæjarstjórnar.

7.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingar á skipan kjörinna fulltrúa í nefndir og stjórnir á vegum Fljótsdalshéraðs.

Karl Lauritzson verður 1. varamaður D lista í bæjarstjórn, í stað Guðbjargar Björnsdóttur, sem beðist hefur lausnar frá nefndastörfum vegna búferlaflutninga.

Davíð Sigurðarson verður varafulltrúi D lista í atvinnu- og menningarnefnd í stað Guðbjargar Björnsdóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn gerir að tillögu sinni að Sigríður Sigmundsdóttir, taki sæti sem aðalmaður í stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella í stað Guðbjargar Björnsdóttur, en Sigríður er nú varamaður í stjórn.
Jafnframt gerir bæjarstjórn að tillögu sinni að Ágústa Björnsdóttir verði kjörinn varamaður í stjórn HEF í stað Sigríðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Ágústa Björnsdóttir verður varafulltrúi D lista í fræðslunefnd, í stað Viðars Hafsteinssonar, sem óskað hefur eftir ársleyfi frá nefndarstörfum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Lilja Sigurðardóttir verður varafulltrúi D lista í íþrótta- og tómstundanefnd, í stað Viðars Hafsteinssonar, sem óskað hefur eftir ársleyfi frá nefndarstörfum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Kristjana Jónsdóttir B-lista hefur óskað eftir að hætta sem varabæjarfulltrúi og sem aðalfulltrúi í atvinnu- og menningarnefnd. Fyrir liggur undirrituð staðfesting hennar á afsögn sinni sem varabæjarfulltrúi.
Guðmundur Þorleifsson sem skipaði 7. sæti á B-lista verður varabæjarfulltrúi í hennar stað.

Alda Ósk Harðardóttir, sem verið hefur varafulltrúi í atvinnu- og menningarnefnd, verður aðalfulltrúi í nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Varafulltrúi í atvinnu- og menningarnefnd í stað Öldu Óskar Harðardóttur verður Gunnhildur Ingvarsdóttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þórarinn Páll Andrésson hefur óskað eftir að hætta sem aðalfulltrúi í jafnréttisnefnd og sem varafulltrúi í atvinnu- og menningarnefnd.

Í hans stað verður Guðmunda Vala Jónasdóttir aðalfulltrúi í jafnréttisnefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Í hans stað verður Ásgrímur Ásgrímsson varafulltrúi í atvinnu- og menningarnefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Rita Hvönn Traustadóttir hefur óskað eftir að hætta sem aðalfulltrúi í íþrótta- og tómstundanefnd.

Í hennar stað verður Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalfulltrúi í íþrótta- og tómstundanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Gunnar Þór Sigbjörnsson hefur óskað eftir að leyfi hans frá nefndarstörfum, sem bæjarstjórn samþykkti að veita á fundi sínum 4.5.2016, verði framlengt til og með 31.12.2016.

Ásgrímur Ásgrímsson verður aðalfulltrúi í atvinnu- og menningarnefnd meðan á leyfi Gunnars stendur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þorvaldur P. Hjarðar verður varafulltrúi í atvinnu- og menningarnefnd í stað Ásgríms meðan á leyfi Gunnars stendur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.