Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201610077

Vakta málsnúmer

Náttúruverndarnefnd - 6. fundur - 31.10.2016

Náttúruverndarnefnd tekur undir ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og hvetur ríkisvaldið til að:
1) Leggja mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum.
2) Taka upp viðræður um leiðir til að ljúka innleiðingu tilskipunar um fráveitur með fullnægjandi hætti.
3) Tryggja fjármagn til að hefja á ný vinnu við innleiðingu laga um stjórn vatnamála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 02.11.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sammála náttúruverndarnefnd og tekur undir ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og hvetur ríkisvaldið til að:
1) Leggja mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum.
2) Taka upp viðræður um leiðir til að ljúka innleiðingu tilskipunar um fráveitur með fullnægjandi hætti.
3) Tryggja fjármagn til að hefja á ný vinnu við innleiðingu laga um stjórn vatnamála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 42. fundur - 07.11.2016

Fyrir liggja ályktanir frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi árið 2016.
Málinu vísað frá bæjarráði 17. október 2016 til kynningar og umfjöllunar.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 58. fundur - 09.11.2016

Lagt er fram Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016 fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 362. fundur - 14.11.2016

Lagðar fram ályktanir frá aðalfundi SSA 2016, sem snerta starfssvið bæjarráðs.

Félagsmálanefnd - 149. fundur - 16.11.2016

Ályktanir frá aðalfundi SSA 2016 um málefni aldraðra og aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu eru lagðar fram til kynningar.