Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

327. fundur 25. janúar 2016 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson bæjarstjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis fjármálatengd mál úr rekstri sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson kynnti og lagði fram tilboð stjórnar Búnaðarfélags Eiðaþinghár og stjórnar Kvenfélags Eiðaþinghár í húsnæði barna- og leikskólans á Eiðum, ásamt búnaði, upp á kr. 23 milljónir. Jafnframt er í tilboðinu óskað eftir afnotum af gamla íþróttavelli ÚÍA á Eiðum, gegn hirðingu hans. Fyrirhuguð er starfsemi tengd ferðaþjónustu í hluta húsanna og einnig er húsnæðið hugsað sem félagsaðstaða fyrir nærsamfélagið.
Tilboðið kemur í framhaldi af öðru tilboði sömu aðila sem barst sveitarfélaginu 11. janúar og var þá fært í trúnaðarmálabók.

Á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar frá 20.06.2012 um málefni félagsheimila, er bæjarstjóra falið
að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa um möguleg kaup á húsnæðinu og afnot af landspildu, en bæjarráð mun að öðru leyti ekki taka afstöðu til tilboðsins að svo komnu máli.

2.Fundargerð 200.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201601178

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrir sitt leyti að máli HEF gegn Lánasjóði sveitarfélaga, verði afrýjað til Hæstaréttar.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Fundargerðir 3. og 4. fundar lagðar fram til kynningar.

4.Fundur um almenningssamgöngur og Ísland ljóstengt

Málsnúmer 201601195

Björg Björnsdóttir verkefnastjóri sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú mætti á fundinn og fór fyrst yfir fund sem hún sat í Innanríkisráðuneytinu fh. SSA, en til hans var boðað af starfshópnum Ísland ljóstengt.
Einnig kynnti hún fyrirhugaðan fund á vegum SSA um mögulegt fyrirkomulag þessara mála á Austurlandi. Bæjarstjóri mun mæta á þann fund f.h. sveitarfélagsins.

Einnig fór hún yfir hugmyndir um endurskipulagningu á almenningssamgöngum á Austurlandi og hugmyndir um að stofnun starfshóps, sem færi í að skoða þessi mál og vinna upp tillögur þar að lútandi fyrir sumarið, sem yrðu svo teknar fyrir á aðalfund SSA í haust.

Stefán Bogi Sveinsson fór af fundi kl. 11:00.
kl. 11:00 kom Kristín Albertsdóttir framkvæmdastjóri HSA til fundar við bæjarráð til að fara yfir ýmis sameiginleg mál HSA og sveitarfélagsins.
Stefnt er að þvi að halda opinn borgarafund á vegum sveitarfélagsins með fulltrúum frá HSA á komandi vori.

Fundi slitið - kl. 11:00.