Fundur um almenningssamgöngur og Ísland ljóstengt

Málsnúmer 201601195

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 327. fundur - 25.01.2016

Björg Björnsdóttir verkefnastjóri sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú mætti á fundinn og fór fyrst yfir fund sem hún sat í Innanríkisráðuneytinu fh. SSA, en til hans var boðað af starfshópnum Ísland ljóstengt.
Einnig kynnti hún fyrirhugaðan fund á vegum SSA um mögulegt fyrirkomulag þessara mála á Austurlandi. Bæjarstjóri mun mæta á þann fund f.h. sveitarfélagsins.

Einnig fór hún yfir hugmyndir um endurskipulagningu á almenningssamgöngum á Austurlandi og hugmyndir um að stofnun starfshóps, sem færi í að skoða þessi mál og vinna upp tillögur þar að lútandi fyrir sumarið, sem yrðu svo teknar fyrir á aðalfund SSA í haust.

Stefán Bogi Sveinsson fór af fundi kl. 11:00.