Lögð fram fundargerð samgöngunefndar SSA frá 11. febrúar 2016.
Bæjarráð leggur þunga áherslu á að Alþingi samþykki án frekari tafa bæði fjögurra ára og tólf ára samgönguáætlun, enda nauðsynlegt að eyða óvissu um næstu framkvæmdir í samgöngumálum sem allra fyrst.
Farið yfir drög að kaupsamningi við búnaðar- og kvenfélög Eiðaþinghár, um kaup félaganna á barna- og leikskólans á Eiðum. Kaupverð samkvæmt samningum er 23 milljónir króna. Einnig lögð fram drög að samningi um afnot af íþróttasvæðinu á Eiðum og drög að samningi um fjarvarmaveituna sem staðsett er í húsnæði barnaskólans og lok starfsemi hennar. Báðir þessir samningar eru fylgiskjöl með kaupsamningum.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að ganga frá og undirrita framangreinda samninga með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Undirritaðir samningar verði lagðir fram á næsta fundi bæjarstjórnar.
Lagður fram tölvupóstur frá Einari Ben Þorsteinssyni, dags. 16. febrúar 2016 varðandi hugmyndir um breytingu á legu þjóðvegar nr 1 um Austurland.
Bæjarráð bendir á að ákvörðun um legu þjóðvegar nr.1 er á höndum Vegagerðarinnar. Samþykkt hefur verið á síðustu aðalfundum SSA að Vegagerðin taki málið til skoðunar. Jafnframt hefur verið samþykkt á þessum fundum að vegaframkvæmdir í Skriðdal, Berufirði og heilsársvegur um Öxi séu forgangsverkefni í vegaframkvæmdum á Austurlandi. Bæjarráð leggur áherslu á að ráðherra hefur lagt málið fram til kynningar og hvetur sem flesta að koma sínum sjónarmiðum formlega á framfæri í þessu ferli. Jafnframt ítrekar bæjarráð mikilvægi þess að þessi forgangsverkefni hljóti staðfestingu í samgönguáætlun sem verði samþykkt sem fyrst. Í því sambandi er vísað til bókunar undir lið 4 í þessari fundargerð.
Magnús Ásmundsson forstjóri hjá Alcoa koma til fundar með bæjarráði kl. 11. og fór yfir ýmis sameiginleg málefni sveitarfélagsins og Alcoa.