Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

356. fundur 26. september 2016 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti nokkrar tölur úr rekstri sveitarfélagsins og fór yfir ýmis mál því tengd.
Einnig farið yfir ýmis mál frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem haldin var í lok síðustu viku.

2.Fundargerð 213. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201609085

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Verndar- og orkunýtingaráætlun Austurlandi

Málsnúmer 201609063

Lögð fram kynning Erlu Bjarkar Þorgeirsdóttur verkefnastjóra hjá Orkustofnun um virkjanakosti á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir að Erla komi til fundar við fulltrúa sveitarfélagsins, til að kynna verkefnið og felur bæjarstjóra að koma þeim fundi á.

4.Tilkynning um friðlýsingu Hússtjórnarskólans á Hallormsstað

Málsnúmer 201609072

Lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett 15. september 2016 þar sem tilkynnt er um friðlýsingu Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Friðlýsingin nær til ytra borðs skólahússins, ásamt upprunalegum innréttinum í vefstofu, skrifstofu skólastjóra, anddyri og svokallaðrri Höll. Undanþegnar friðlýsingu eru seinni tíma viðbyggingar og múrklæðning á útveggjum.
Bæjarráð fagnar ákvörðun um friðlýsingu þessarar merkilegu byggingar.

5.Uppbygging á innviðum fyrir rafmagnsbíla á Austurlandi

Málsnúmer 201609080

Kynnt bréf frá verkefnisstjóra Austurbrúar varðandi uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Austurlandi.

Bæjarráð samþykkir að svara lið 1 játandi.

Vegna liðar 2 lítur bæjarráð verkefnið mjög jákvæðum augun, en er ekki ekki reiðubúið að skuldbinda sig til greiðslu fjármuna að svo komnu máli, en óskar eindregið eftir að fá að fylgjast með framgangi verkefnisins og taka ákvarðanir á síðari stigum.

Vegna liðar 3 er vísað til afgreiðsu umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 54. fundi hennar.

Fundi slitið - kl. 11:00.