Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 201608006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 350. fundur - 08.08.2016

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði, dagsett 13. júlí 2016 varðandi framkvæmd nýrra laga un almennar íbúðir.

Bæjarráð samþykkir að láta senda út auglýsingu og kanna hvort einhverjir lögaðilar hafa áhuga á því að fara af stað með byggingu íbúða sem falla undir umrædd lög og reglur.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 355. fundur - 19.09.2016

Lagt fram erindi frá Íbúðalánasjóði varðandi framkvæmd laga um almennar íbúðir og umsóknareyðublað um stofnframlag til leiguíbúða.

Farið yfir málið og ákveðið að skoða það betur eftir að hafa fengið frekari kynningu á því á fjármálaráðsefnu sveitarfélaga í þessari viku.