Beiðni um afslátt/styrk vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 201605062

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 342. fundur - 23.05.2016

Lagt fram erindi frá Véltækni hf. með beiðni um afslátt eða styrk vegna fasteignagjalda af Lyngási 6-8.

Eins og starfseminni er háttað í umræddu húsnæði í dag getur bæjarráð ekki litið svo á að um sé að ræða safnahús í skilningi b liðar 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélga.
Bæjarráð telur jafnframt að ekki séu til staðar neinar aðrar forsendur eða heimildir til að veita afslátt af fasteignagjöldum viðkomandi eignar.

Kjósi eigandi að fá eign sína skilgreinda sem safnahús með þar til ætlaðri starfsemi, lýsir sveitarfélagið sig reiðubúið til viðræðna um þau skilyrði sem uppfylla þarf.

Bæjarráð biðst velvirðingar á því að vegna mistaka var þessu erindi ekki formlega svarað þegar það barst fyrst til sveitarfélagsins.