Félagsmálanefnd

147. fundur 21. september 2016 kl. 12:30 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga 2016

Málsnúmer 201605137

Yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga fyrstu fjóra mánuði ársins, á þjónustusvæði Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, lagt fram til kynningar. Þar kemur fram að alls hafa borist 24 tilkynningar vegna 22 barna á tímabilinu. Átta tilkynninganna eru vegna vanrækslu barna, sex vegna ofbeldis og tíu tilkynningar eru vegna áhættuhegðunar barns.

2.Niðurgreiðslur Fljótsdalshéraðs vegna daggæslu í heimahúsum.

Málsnúmer 201609053

Erindi um hækkun á niðurgreiðslu Fljótsdalshéraðs til starfandi dagmæðra er tekið til umfjöllunar. Niðurgreiðslur til dagmæðra hafa ekki hækkað síðan 1. janúar 2015 og því er samþykkt 12% hækkun sem tekur gildi frá 1. október 2016. Upphæðin rúmast innan fjárhagsramma um dagvist í heimahúsum.

3.Samstarf félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs við félag eldri borgara.

Málsnúmer 201609054

Aðal- og varamenn úr stjórn eldri borgara á Fljótsdalshéraði mættu á fund félagsmálanefndar þar sem rætt var um samstarf félags eldri borgara og Fljótsdalshéraðs um tómstundastarf í Hlymsdölum. Stefnt er að fundi félagsmálastjóra með stjórn eldri borgara þar sem fyrirliggjandi samstarfssamningur frá árinu 2006 verður endurskoðaður.

4.Umsókn um leyfi sem vistforeldri

Málsnúmer 201609056

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

5.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1608019

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

6.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1608018

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

7.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1604026

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

8.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1604027

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

9.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Drög að fjárhagsáætlun ársins 2017 lögð fram til umræðu.

10.Bakvaktir

Málsnúmer 201609078

Fyrirkomulagi bakvakta barnaverndarmála á þjónustusvæði Fljótsdalshéraðs lauk 2. ágúst sl. en fram að þeim tíma hafði félagsmálastjóri verið með bakvakt utan hefðbundins vinnutíma alla daga árisins. Borist hafa athugasemdir frá bæði lögreglu og framkvæmdastjóra lækninga hjá HSA vegna þessa. Nefndin leggur áherslu á að unnið verði að lausn sem tryggi aðgang að starfsmönnum félagsþjónustu utan dagvinnutíma vegna barnaverndarmála. Formanni nefndarinnar er falið að fylgja málinu eftir.

Fundi slitið - kl. 16:00.