Niðurgreiðslur Fljótsdalshéraðs vegna daggæslu í heimahúsum.

Málsnúmer 201609053

Félagsmálanefnd - 147. fundur - 21.09.2016

Erindi um hækkun á niðurgreiðslu Fljótsdalshéraðs til starfandi dagmæðra er tekið til umfjöllunar. Niðurgreiðslur til dagmæðra hafa ekki hækkað síðan 1. janúar 2015 og því er samþykkt 12% hækkun sem tekur gildi frá 1. október 2016. Upphæðin rúmast innan fjárhagsramma um dagvist í heimahúsum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 05.10.2016

Erindi um hækkun á niðurgreiðslu Fljótsdalshéraðs til starfandi dagmæðra var tekið til umfjöllunar í félagsmálanefnd. Niðurgreiðslur til dagmæðra hafa ekki hækkað síðan 1. janúar 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn 12% hækkun sem tekur gildi frá 1. október 2016. Upphæðin rúmast innan fjárhagsramma um dagvist í heimahúsum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.