Fyrirkomulagi bakvakta barnaverndarmála á þjónustusvæði Fljótsdalshéraðs lauk 2. ágúst sl. en fram að þeim tíma hafði félagsmálastjóri verið með bakvakt utan hefðbundins vinnutíma alla daga árisins. Borist hafa athugasemdir frá bæði lögreglu og framkvæmdastjóra lækninga hjá HSA vegna þessa. Nefndin leggur áherslu á að unnið verði að lausn sem tryggi aðgang að starfsmönnum félagsþjónustu utan dagvinnutíma vegna barnaverndarmála. Formanni nefndarinnar er falið að fylgja málinu eftir.