Yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga fyrstu fjóra mánuði ársins, á þjónustusvæði Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, lagt fram til kynningar. Þar kemur fram að alls hafa borist ellefu tilkynningar vegna jafn margra barna á tímabilinu. Fjórar tilkynninganna eru vegna vanrækslu barna og sjö þeirra eru vegna áhættuhegðunar barns. Félagsmálastjóra er falið að bjóða starfsfólki í leik-grunn- og framhaldsskólum á þjónustusvæðinu kynningu á tilkynningaskyldu starfsmanna skv. barnaverndarlögum.
Yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga fyrstu fjóra mánuði ársins, á þjónustusvæði Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, lagt fram til kynningar. Þar kemur fram að alls hafa borist 24 tilkynningar vegna 22 barna á tímabilinu. Átta tilkynninganna eru vegna vanrækslu barna, sex vegna ofbeldis og tíu tilkynningar eru vegna áhættuhegðunar barns.
Lagt fram yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga á þjónustusvæði félagsmálanefndar Fljótsdalshéraðs árið 2016. Alls barst 61 tilkynning vegna 44 barna, 27 tilkynningar bárust vegna ofbeldis á barni, 9 tilkynningar vegna vanrækslu barns og 25 tilkynningar vegna áhættuhegðunar barns.