Félagsmálanefnd

151. fundur 25. janúar 2017 kl. 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1408043

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

2.Yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga 2016

Málsnúmer 201605137

Lagt fram yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga á þjónustusvæði félagsmálanefndar Fljótsdalshéraðs árið 2016. Alls barst 61 tilkynning vegna 44 barna, 27 tilkynningar bárust vegna ofbeldis á barni, 9 tilkynningar vegna vanrækslu barns og 25 tilkynningar vegna áhættuhegðunar barns.

3.Yfirlit yfir veitta heimaþjónustu 2016

Málsnúmer 201701071

Lagt fram yfirlit yfir veitta heimaþjónustu á Fljótsdalshéraði árið 2016. Heimaþjónusta var veitt á alls 72 heimilum á árinu. Heildarkostnaður vegna þjónustunnar eru rúmar tuttugu milljónir. Á móti þeim kostnaði koma greiðslur þeirra sem njóta þjónustunnar.

4.Yfirlit yfir heimsendan mat 2016

Málsnúmer 201701070

Lagt fram yfirlit yfir kostnað vegna heimsendingu matar á Fljótsdalshéraði, en hann var rétt um sjö milljónir króna. Á móti þessum kostnaði koma greiðslur þeirra er fá heimsendan mat.

5.Yfirlit yfir húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur 2016

Málsnúmer 201701069

Lagt fram yfirlit yfir veittar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur á Fljótsdalshéraði árið 2016. Þar kemur fram að heildarupphæð almennra húsaleigubóta á árinu var kr. 33.802.286. Heildarupphæð sérstakra húsaleigubóta fyrir sama tímabil var kr. 1.367.808. Alls voru því greiddar húsaleigubætur/sérstakar húsaleigubætur á Fljótsdalshéraði árið 2016 kr. 35.170.194. Ekki liggur fyrir endanleg upphæð um hvert mótframlag ríkisins vegna húsaleigubóta verður árið 2016.

6.Yfirlit yfir dagþjónustu eldri borgara 2016

Málsnúmer 201701068

Lagt fram yfirlit yfir veitta dagþjónustu eldri borgara á Fljótsdalshéraði árið 2016. Alls hefur sveitarfélagið samþykkt Velferðarráðuneytisins fyrir átta dagþjónustu rýmum sem 18 einstaklingar hafa nýtt á árinu.

7.Yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð 2016

Málsnúmer 201701073

Lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð árið 2016. Þar kemur fram að á Fljótsdalshéraði nam upphæð fjárhagsaðstoðar alls kr. 9.542.338. Fjárhagsaðstoð hjá Djúpavogshreppi nam kr. 526.340, Seyðisfjarðarkaupstað kr. 466.548, og hjá Vopnafjarðarhreppi kr. 250.000. Engin fjárhagsaðstoð var veitt á Borgarfirði eystri eða hjá Fljótsdalshreppi.

8.Yfirlit yfir rekstraráætlun 2016

Málsnúmer 201701072

Staða rekstraráætlunar félagsþjónustunnar fyrir árið 2016 lögð fram til kynningar. Endanlegt uppgjör áætlunarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem lokatölur verði í samræmi við þá áætlun sem gerð var fyrir árið 2016.

9.Grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar 2017

Málsnúmer 201701075

Drög að hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2017 er lögð fram og samþykkt að hækka hana miðað við vísitölu neysluverðs í desember 2016. Upphæðin hækkar því í kr. 157.252 fyrir einstakling á mánuði og í kr. 251.603 fyrir hjón/sambúðarfólk. Einstaklingur með stuðning frá heimili fær helming grunnfjárhæðar sem er kr. 78.626. Breytingin tekur gildi nú þegar.

10.Starfsáætlun Félagsþjónustu 2017

Málsnúmer 201701090

Drög að starfsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 er lögð fram og samþykkt.

11.Starfsáætlun Stólpa 2017

Málsnúmer 201701091

Drög að starfsáætlun Stólpa, hæfingu og iðju, fyrir árið 2017 er lögð fram og samþykkt.

12.Starfsáætlun Ásheima 2017

Málsnúmer 201701092

Drög að starfsáætlun mann-og geðræktarmiðstöðvarinnar Ásheima fyrir árið 2017 er lögð fram og samþykkt.

13.Starfsáætlun Hlymsdala 2017

Málsnúmer 201701093

Drög að starfsáætlun fyrir tómstundastarf og Hlymsdala fyrir árið 2017 er lögð fram og samþykkt.

14.Starfsáætlun Miðvangs 2017

Málsnúmer 201701094

Drög að starfsáætlun búsetueiningarinnar að Miðvangi, fyrir árið 2017 er lögð fram og samþykkt.

15.Styrkumsókn - átaksverkefni varðandi kynferðisofbeldi gegn drengjum

Málsnúmer 201701125

Umsókn um styrk vegna átaksverkefnis meistaranema við Háskólann á Akureyrir tekin fyrir og synjað.

Fundi slitið.