Grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar 2017

Málsnúmer 201701075

Félagsmálanefnd - 151. fundur - 25.01.2017

Drög að hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2017 er lögð fram og samþykkt að hækka hana miðað við vísitölu neysluverðs í desember 2016. Upphæðin hækkar því í kr. 157.252 fyrir einstakling á mánuði og í kr. 251.603 fyrir hjón/sambúðarfólk. Einstaklingur með stuðning frá heimili fær helming grunnfjárhæðar sem er kr. 78.626. Breytingin tekur gildi nú þegar.