Rammaáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 er tekin til umfjöllunar. Þar kemur fram að hækkun á framreiknuðum rekstrarkostnaði félagsþjónustunnar á milli áranna 2016 og 2017 nemur 8,86 %. Í tillögu bæjarráðs er hins vegar gert ráð fyrir að hækkun á milli ára nemi einungis 5,46%, eða fimmtán milljónum undir framreiknuðum kostnaði. Félagsmálanefnd telur að ofangreind skerðing sé óraunhæf í ljósi 10.76 % launahækkana hjá starfsfólki Félagsþjónustunnar. Nefndin vil einnig ítreka nauðsyn þess að ferðaþjónustubíll sveitarfélagsins verði endurnýjaður í samráði við félagsmálastjóra. Sá bíll sem nú er í notkun er afar óhentugur til þeirra nota sem hann er ætlaður þó sérstaklega hvað varðar aðgengi að hjólastólum inn i bílinn. Rétt er að benda á samantekt félagsmálastjóra þessa efnis sem lögð var fyrir nefndina í nóvember 2014.
Bréf dagsett 3. maí 2016 frá Barnaverndarstofu og Umboðsmanni barna er lagt fram til kynningar. Þar brýnir Barnaverndarstofa fyrir barnaverndarnefndum að taka sig á varðandi mat á því hvort skipa eigi börnum talsmenn við vinnslu barnaverndarmála. Á vikulegum meðferðarfundum, hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs þar sem ákvarðanatökur í barnaverndarmálum fara fram er lagt mat á það í hverju máli fyrir sig hvort ástæða sé til þess að skipa barni talsmann og bókun gerð með rökstuðningi þar um.
3.Yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga 2016
Yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga fyrstu fjóra mánuði ársins, á þjónustusvæði Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, lagt fram til kynningar. Þar kemur fram að alls hafa borist ellefu tilkynningar vegna jafn margra barna á tímabilinu. Fjórar tilkynninganna eru vegna vanrækslu barna og sjö þeirra eru vegna áhættuhegðunar barns. Félagsmálastjóra er falið að bjóða starfsfólki í leik-grunn- og framhaldsskólum á þjónustusvæðinu kynningu á tilkynningaskyldu starfsmanna skv. barnaverndarlögum.
Nefndin vil einnig ítreka nauðsyn þess að ferðaþjónustubíll sveitarfélagsins verði endurnýjaður í samráði við félagsmálastjóra. Sá bíll sem nú er í notkun er afar óhentugur til þeirra nota sem hann er ætlaður þó sérstaklega hvað varðar aðgengi að hjólastólum inn i bílinn. Rétt er að benda á samantekt félagsmálastjóra þessa efnis sem lögð var fyrir nefndina í nóvember 2014.