Atvinnu- og menningarnefnd

39. fundur 12. september 2016 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer aðalmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir formaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Ásgrímur Ásgrímsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Ragnhildur Rós stjórnaði fundinum en Guðmundur Sveinsson tók þátt í honum í gegnum síma.

1.Egilsstaðastofa

Málsnúmer 201501023Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samkomulag um Egilsstaðastofu frá 11. febrúar 2015. Samkomulag þetta gildir til ársloka 2016. Það skal tekið til endurskoðunar fyrir 1. október 2016 m.a. með mögulega framlengingu í huga.

Nefndin hitti starfsmenn Egilsstaðastofu á vettvangi þar sem starfsemin þar var kynnt. Málið að öðru leyti í vinnslu.

2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089Vakta málsnúmer

Fyrir liggja áætlanir forstöðumanna stofnana sem undir nefndina heyra og drög að áætlun atvinnu- og menningarnefndar.
Á fundinn komu undir þessum lið eftirfarandi forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra, Unnar Geir Unnarsson frá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Bára Stefánsdóttir frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga.

Málið tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar og þá gert ráð fyrir að fleiri forstöðumenn mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerð Minjasafns Austurlands 30. ágúst 2016

Málsnúmer 201609007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 30. ágúst 2016.

4.Læknisbústaðurinn á Hjaltastað

Málsnúmer 201511026Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar 7. september 2016 var tekin fyrir og samþykkt tillaga atvinnu- og menningarnefndar frá 22. ágúst 2016 um stofnun undirbúningshóps að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað. Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að framangreint sé þó háð því að fyrir liggi að húsnæðið verði til ráðstöfunar fyrir slíka starfsemi. Bæjarstjórn felur jafnframt atvinnu- og menningarnefnd að skipa umræddan starfshóp.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi aðilar myndi undirbúnigshóp að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað að því gefnu að húsnæðið verði til ráðstöfunar fyrir þá starfsemi: Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Guðmundur K. Sigurðsson, María Ósk Kristmundsdóttir og Stefán Þórarinsson. Starfsmaður nefndarinnar kallar saman fyrsta fund og verður tengiliður nefndarinnar við hópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090Vakta málsnúmer

Fyrir liggur Menningarstefna Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að boðað verði til vinnufundar með stofnunum sveitarfélagsins um stefnuna og útfærslu hennar. Starfsmanni og Ragnhildi Rós falið að undirbúa fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.