Fyrir liggur samkomulag um Egilsstaðastofu frá 11. febrúar 2015. Samkomulag þetta gildir til ársloka 2016. Það skal tekið til endurskoðunar fyrir 1. október 2016 m.a. með mögulega framlengingu í huga.
Nefndin hitti starfsmenn Egilsstaðastofu á vettvangi þar sem starfsemin þar var kynnt. Málið að öðru leyti í vinnslu.
Fyrir liggja áætlanir forstöðumanna stofnana sem undir nefndina heyra og drög að áætlun atvinnu- og menningarnefndar. Á fundinn komu undir þessum lið eftirfarandi forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra, Unnar Geir Unnarsson frá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Bára Stefánsdóttir frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga.
Málið tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar og þá gert ráð fyrir að fleiri forstöðumenn mæti á fundinn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
3.Fundargerð Minjasafns Austurlands 30. ágúst 2016
Á fundi bæjarstjórnar 7. september 2016 var tekin fyrir og samþykkt tillaga atvinnu- og menningarnefndar frá 22. ágúst 2016 um stofnun undirbúningshóps að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað. Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að framangreint sé þó háð því að fyrir liggi að húsnæðið verði til ráðstöfunar fyrir slíka starfsemi. Bæjarstjórn felur jafnframt atvinnu- og menningarnefnd að skipa umræddan starfshóp.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi aðilar myndi undirbúnigshóp að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað að því gefnu að húsnæðið verði til ráðstöfunar fyrir þá starfsemi: Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Guðmundur K. Sigurðsson, María Ósk Kristmundsdóttir og Stefán Þórarinsson. Starfsmaður nefndarinnar kallar saman fyrsta fund og verður tengiliður nefndarinnar við hópinn.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að boðað verði til vinnufundar með stofnunum sveitarfélagsins um stefnuna og útfærslu hennar. Starfsmanni og Ragnhildi Rós falið að undirbúa fundinn.