Flugfélag Austurlands

Málsnúmer 201604163

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 340. fundur - 02.05.2016

Bæjarráð lítur þetta frumkvæði jákvæðum augum og telur að í því geti falist tækifæri. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 35. fundur - 09.05.2016

Fyrir liggur tölvupóstur frá Kára Kárasyni f.h. Flugfélags Austurlands ehf, dagsettur 26. apríl 2016, þar sem kannaður er áhugi hagsmunaaðila á svæðinu á því verkefni að festa kaup á flugvél af gerðinni Cessna og óskað eftir tillögum og hugmyndum um hvernig flugvél gæti nýst bæjarfélögum og fyrirtækjum í fjórðungnum.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar þessu frumkvæði og telur að í því geti falist fjölmörg tækifæri ekki síst á sviði ferðaþjónustu og jafnvel til innanlandsflugs bæði innan fjórðungs og utan. Fljótsdalshérað telur sér ekki fært að leggja fjármuni í verkefnið að sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 18.05.2016

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarstjórn tekur undir afgreiðslu atvinnu- og menningarnefndar og staðfestir hana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.