Farið yfir þær athugasemdir sem bárust frá Jafnréttisstofu, varðandi gildandi jafréttisáætlun Fljótsdalshéraðs. Einnig var unnin framkvæmdaáætlun sem er hluti af jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Að þeirri yfirferð lokinni samþykkti jafnréttisnefnd áætlanirnar, með fyrirvara um endanlegt samþykki lögfræðings Jafnréttisstofu. Að því samþykki fengnu, verður áætlunin send bæjarráði og bæjarstjórn til staðfestingar.
Stefnt er að því að halda næsta fund í byrjun júní, þegar jafnréttisáætlun hefur hlotið staðfestingu. Áætlað er að halda næsta fund mánudaginn 6. júní.