Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

57. fundur 11. apríl 2016 kl. 13:00 - 15:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Kristín María Björnsdóttir formaður
  • Þórarinn Páll Andrésson nefndarmaður
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán S. Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Í upphafi fundar boðaði Aðalsteinn Jónsson forföll símleiðis.

1.Jafnréttisáætlun 2015

Málsnúmer 201510106

Farið yfir þær athugasemdir sem bárust frá Jafnréttisstofu, varðandi gildandi jafréttisáætlun Fljótsdalshéraðs.
Einnig var unnin framkvæmdaáætlun sem er hluti af jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
Að þeirri yfirferð lokinni samþykkti jafnréttisnefnd áætlanirnar, með fyrirvara um endanlegt samþykki lögfræðings Jafnréttisstofu.
Að því samþykki fengnu, verður áætlunin send bæjarráði og bæjarstjórn til staðfestingar.

2.Starfið framundan.

Málsnúmer 201501006

Stefnt er að því að halda næsta fund í byrjun júní, þegar jafnréttisáætlun hefur hlotið staðfestingu. Áætlað er að halda næsta fund mánudaginn 6. júní.

Fundi slitið - kl. 15:15.