Jafnréttisnefnd telur lög um húsmæðraorlof vera barn síns tíma og ekki í samræmi við gildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Jafnréttisnefnd styður því afnám laganna.
Farið yfir framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar og einnig framkvæmdaáætlun fræðslustofnanna og stærri vinnustaða. Jafnréttisnefnd hvetur þær skólastofnanir sem hafa gert jafnréttisáætlanir að ljúka gerð framkvæmdaáætlana fyrir næsta haust. Þar sem ekki hefur tekist að halda námseið um einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nú í vor, er stefnt að því að á haustdögum verði það námskeið haldið fyrir stjórnendur og trúnaðarmenn. Rætt hefur verið við fræðslusvið Vinnueftirlitsins um að halda þetta námskeið og er starfsmanni falið að vinna áfram að því. Í framhaldi af þessu námskeiði verði farið í gerð aðgerðaáætlana í stofnunum vegna þessara mála. Samþykkt að óska eftir við forstöðumann félagsmiðstöðvar að hann sendi nefndinni sundurliðun á mætingu í viðburði og tómstundir á vegum félagsmiðstöðvarinnar, þar sem fram komi hvað margar stúlkur og drengir hafa mætt hverju sinni.
Jafnréttisnefnd styður því afnám laganna.