Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

61. fundur 10. apríl 2017 kl. 15:00 - 16:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Kristín María Björnsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson varaformaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir aðalmaður
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán S. Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Frumvarp til laga um orlof húsmæðra(afnám laganna)

Málsnúmer 201703045

Jafnréttisnefnd telur lög um húsmæðraorlof vera barn síns tíma og ekki í samræmi við gildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Jafnréttisnefnd styður því afnám laganna.

2.Framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar 2015 - 2019

Málsnúmer 201606004

Farið yfir framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar og einnig framkvæmdaáætlun fræðslustofnanna og stærri vinnustaða. Jafnréttisnefnd hvetur þær skólastofnanir sem hafa gert jafnréttisáætlanir að ljúka gerð framkvæmdaáætlana fyrir næsta haust.
Þar sem ekki hefur tekist að halda námseið um einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nú í vor, er stefnt að því að á haustdögum verði það námskeið haldið fyrir stjórnendur og trúnaðarmenn. Rætt hefur verið við fræðslusvið Vinnueftirlitsins um að halda þetta námskeið og er starfsmanni falið að vinna áfram að því.
Í framhaldi af þessu námskeiði verði farið í gerð aðgerðaáætlana í stofnunum vegna þessara mála.
Samþykkt að óska eftir við forstöðumann félagsmiðstöðvar að hann sendi nefndinni sundurliðun á mætingu í viðburði og tómstundir á vegum félagsmiðstöðvarinnar, þar sem fram komi hvað margar stúlkur og drengir hafa mætt hverju sinni.

3.Starfið framundan.

Málsnúmer 201501006

Samþykkt að stefna að næsta fundi í vikunni 11. til 15. september.

Fundi slitið - kl. 16:45.