Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

60. fundur 12. desember 2016 kl. 13:00 - 15:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Kristín María Björnsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson varaformaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir aðalmaður
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán S. Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar 2015 - 2019

Málsnúmer 201606004

Farið yfir framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar og skoðað hvað er búið að framkvæma og hvað er framundan. Merkt við þá liði sem gert var ráð fyrir að komi til framkvæmda á næst ári.
Jafnréttisnefnd mælist til þess að þegar sveitarfélagið veitir rekstrarstyrki t.d. í íþrótta- og menningarstarfi, verði kallað eftir greinargerð,eða ársskýrslum þar sem fram komi hvernig styrkjunum var varið og hvernig þeir nýtast með tilliti til kynja- og jafnréttissjónarmiða.

Jafnréttisnefnd stefnir að því að haldið verði námskeið fyrir yfirmenn og trúnaðarmenn á vinnustöðum Fljótsdalshéraðs um ráðstafanir gegn áreitni, ofbeldi og einelti á vinnustöðum.
Jafnframt felur hún starfsmanni að kanna hjá Vinnueftirlitinu, hvort það getur haldið slíkt námskeið og hver kostnaður við það gæti orðið.
Gert er ráð fyrir að aðgerðaáætlanir liggi fyrir á hverjum vinnustað varðandi viðbrögð við kynbundnu ofbeldi og einelti, eigi síðar en í maí 2017.

2.Kynning Jafnréttisstofu á forstöðumannafundi

Málsnúmer 201612014

Jafnréttisnefnd var ánægð með þá kynningu Jafnréttisstofu sem haldin var á forstöðumannafundi 12. nóvember sl.
Þó harmar jafnréttisnefnd að kjörnir fulltrúar skuli ekki hafa haft tök á að mæta og fylgjast með kynningunni og þá ekki síst þegar fjallað var um kynjaða áætlanagerð sveitarfélaga.

3.Skýrsla til Jafnréttisstofu um jafnréttisstarf í sveitarfélögum - Haust 2016

Málsnúmer 201612015

Farið yfir drög að svörum og starfsmanni falið að senda svör við könnuninni til Jafnréttisstofu.

4.Sænska jafnréttisþingið 31/1-1/2 2017

Málsnúmer 201612011

Jafnréttisnefnd sér ekki fram á að geta senda fulltrúa á þetta þing.

5.Starfið framundan.

Málsnúmer 201501006

Stefnt að því að halda næsta fund jafnréttisnefndar seinnihluta febrúar á næsta ári.

Fundi slitið - kl. 15:15.