Farið yfir framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar og skoðað hvað er búið að framkvæma og hvað er framundan. Merkt við þá liði sem gert var ráð fyrir að komi til framkvæmda á næst ári. Jafnréttisnefnd mælist til þess að þegar sveitarfélagið veitir rekstrarstyrki t.d. í íþrótta- og menningarstarfi, verði kallað eftir greinargerð,eða ársskýrslum þar sem fram komi hvernig styrkjunum var varið og hvernig þeir nýtast með tilliti til kynja- og jafnréttissjónarmiða.
Jafnréttisnefnd stefnir að því að haldið verði námskeið fyrir yfirmenn og trúnaðarmenn á vinnustöðum Fljótsdalshéraðs um ráðstafanir gegn áreitni, ofbeldi og einelti á vinnustöðum. Jafnframt felur hún starfsmanni að kanna hjá Vinnueftirlitinu, hvort það getur haldið slíkt námskeið og hver kostnaður við það gæti orðið. Gert er ráð fyrir að aðgerðaáætlanir liggi fyrir á hverjum vinnustað varðandi viðbrögð við kynbundnu ofbeldi og einelti, eigi síðar en í maí 2017.
Jafnréttisnefnd var ánægð með þá kynningu Jafnréttisstofu sem haldin var á forstöðumannafundi 12. nóvember sl. Þó harmar jafnréttisnefnd að kjörnir fulltrúar skuli ekki hafa haft tök á að mæta og fylgjast með kynningunni og þá ekki síst þegar fjallað var um kynjaða áætlanagerð sveitarfélaga.
3.Skýrsla til Jafnréttisstofu um jafnréttisstarf í sveitarfélögum - Haust 2016
Jafnréttisnefnd mælist til þess að þegar sveitarfélagið veitir rekstrarstyrki t.d. í íþrótta- og menningarstarfi, verði kallað eftir greinargerð,eða ársskýrslum þar sem fram komi hvernig styrkjunum var varið og hvernig þeir nýtast með tilliti til kynja- og jafnréttissjónarmiða.
Jafnréttisnefnd stefnir að því að haldið verði námskeið fyrir yfirmenn og trúnaðarmenn á vinnustöðum Fljótsdalshéraðs um ráðstafanir gegn áreitni, ofbeldi og einelti á vinnustöðum.
Jafnframt felur hún starfsmanni að kanna hjá Vinnueftirlitinu, hvort það getur haldið slíkt námskeið og hver kostnaður við það gæti orðið.
Gert er ráð fyrir að aðgerðaáætlanir liggi fyrir á hverjum vinnustað varðandi viðbrögð við kynbundnu ofbeldi og einelti, eigi síðar en í maí 2017.