Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

62. fundur 10. október 2017 kl. 12:00 - 14:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Kristín María Björnsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson varaformaður
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán S. Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar 2015 - 2019

Málsnúmer 201606004

Rætt um framkvæmdaáætlanir jafnréttisáætlana stofnanna, en ítrekað var við stofnanir sveitarfélagsins í apríl í vor að ljúka við gerð framkvæmdaáætlana. Jafnréttisstofa er að kalla eftir þeim. Starfsmanni falið að ítreka þessa beiðni við fjölmennari stofnanir Fljótsdalshéraðs.
Stefnt er að því að fá fyrirlestur um einelti, áreitni, og ofbeldi á vinnustöðum, frá fræðslusviði Vinnueftirlits inn á næsta forstöðumannafund sem verður í nóvember nk.

Tölur frá forstöðumanni félagsmiðstöðva yfir kyngreinda mætingu unglinga í félagsmiðstöðina, hafa ekki borist fyrir fund, en er væntanleg. Verða sendar fundarmönnum í tölvupósti þegar þær berast.

Nefndin óskar eftir að fá senda fyrir næsta fund lista yfir kynjaskiptingu í nefndum Fljótsdalshéraðs.

Jafnréttisnefnd bendir bæjarstjórn á að fyrir árslok 2018, ber sveitarfélaginu að innleiða vottað jafnlaunakerfi. Það þarf því að hug að því verkefni við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Jafnréttisnefnd telur áhugavert fyrir sveitarfélagið að láta gera kannanir á starfsánægju meðal starfsmanna sveitarfélagsins. Hliðarafurð gæti líka verið könnun á nýtingu fæðingarorlofs meðal starfsmanna. Hugað verði að því, með hvaða móti væri hagstæðast að framkvæma svona kannanir og jafnframt að þá verði gert ráð fyrir kostnaði við slíkar kannarir á sameiginlegum liðum fjárhagsáætlunar.

Jafnréttisnefnd mun á næsta fundi sínum uppfæra upplýsingar í framkvæmdaáætlun, með tilliti til stöðu verkefna.

2.Starfið framundan.

Málsnúmer 201501006

Stefnt er að fundi seinni hluta nóvember og að þá verði farið betur yfir framkvæmdaáætlun nefndarinnar.

Farið yfir fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2018. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi áætlun sem er samtals upp á 780.000 kr.

3.Landsfundur jafnréttisnefnda 2017

Málsnúmer 201710022

Kristín fór yfir landsfund jafnréttisnefnda, sem haldinn var í Stykkirhólmi í september og hún sótti fyrir hönd jafnréttisnefndar.
Aðrir nefndarmenn áttu ekki heimangengt og sóttu því ekki fundinn.
Þar voru framboð til sveitarstjórna hvött til að koma jafnréttismálum inn í stefnumál sín. Góð tenging janfréttisnefnda við bæjarstjórn væri lykilatriði og bæri að stefna að því.
Á landsfundinum var töluvert fjallað um ofbeldi í nánum samböndum og viðbrögð við því.
Einnig voru þar kynningar frá sveitarfélögum, td. varðandi jafnréttismál, kynjaða fjárhagsáætlanagerð, íþróttastarf og fjármagn til þess með tilliti til kynjahlutfalls og fl.
Einnig var þar umræða um að jafnréttismál væru líka atvinnumál og þá ekki síst með tilliti til leikskólamála.

Fundi slitið - kl. 14:15.