Landsfundur jafnréttisnefnda 2017

Málsnúmer 201710022

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 62. fundur - 10.10.2017

Kristín fór yfir landsfund jafnréttisnefnda, sem haldinn var í Stykkirhólmi í september og hún sótti fyrir hönd jafnréttisnefndar.
Aðrir nefndarmenn áttu ekki heimangengt og sóttu því ekki fundinn.
Þar voru framboð til sveitarstjórna hvött til að koma jafnréttismálum inn í stefnumál sín. Góð tenging janfréttisnefnda við bæjarstjórn væri lykilatriði og bæri að stefna að því.
Á landsfundinum var töluvert fjallað um ofbeldi í nánum samböndum og viðbrögð við því.
Einnig voru þar kynningar frá sveitarfélögum, td. varðandi jafnréttismál, kynjaða fjárhagsáætlanagerð, íþróttastarf og fjármagn til þess með tilliti til kynjahlutfalls og fl.
Einnig var þar umræða um að jafnréttismál væru líka atvinnumál og þá ekki síst með tilliti til leikskólamála.