Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

63. fundur 10. apríl 2018 kl. 12:00 - 13:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Kristín María Björnsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson varaformaður
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán S. Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar 2015 - 2019

Málsnúmer 201606004Vakta málsnúmer

Farið yfir aðgerðaáætlun nefndarinnar og hún uppfærð miðað við stöðuna. Jafnréttisnefnd hvetur sveitarfélagið til að hefja sem fyrst undirbúning að vinnu við jafnlaunavottun, þannig að hún geti legið fyrir í lok þessa árs, eða eins og lög og reglur mæla fyrir um.
Að öðru leyti er framkvæmdaáætluninni vísað til næstu jafnréttisnefndar til áframhaldandi vinnu.

Jafnréttisnefnd mælist einnig til þess að aðgerðaáætlun gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri- og kynbundinni áreitni, verði staðfest af bæjarstjórn sem fyrst, þó svo að hún verði síðar afgreidd sem hluti af endurskoðaðri starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs.

Jafnréttisnefnd hvetur framboð til sveitarstjórnarkosninga á Fljótsdalshéraði til að velja frambjóðendur þannig á lista að hlutföll kynjanna verði þar sem jöfnust. Einnig verði hugað mjög að því við skipan í nefndir á næsta kjörtímabili að kynjahlutföll verði þar sem jöfnust. Undanfarin kjörtímabil hefur hlutfall kvenna í nefndum sveitarfélagsins náð lágmarki, eða um 40%, en æskilegt er að jafna það hlutfall enn frekar.

2.Starfið framundan.

Málsnúmer 201501006Vakta málsnúmer

Jafnréttisnefnd áréttar nauðsyn þess að hjá sveitarfélaginu verði áfram starfandi sérstök jafnréttisnefnd, en hlutverk nefndarinnar verði ekki falið öðrum nefndum. Jafnframt telur nefndin mjög æskilegt að í jafnréttisnefnd sitji kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn, til að halda góðum tengslum milli nefndarinnar og bæjarstjórnar.

Jafnréttisnefnd hvetur þá fulltrúa sem kjörnir verða í jafnréttisnefnd eftir næstu sveitarstjórnarkosningar til að sækja Landsfund jafnréttisnefnda, sem fyrirhugað er að halda í Mosfellsbæ í september næstkomandi.
Fundurinn er sérstaklega hugsaður sem kynningarfundur fyrir nýjar jafnréttisnefndir. Þar sem endurskoða á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins á árinu 2019, er nauðsynlegt fyrir nefndarmenn að sækja fundinn til að vera vel undirbúinn fyrir þá vinnu.

Fundi slitið - kl. 13:15.