Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

54. fundur 07. janúar 2015 kl. 13:00 - 14:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ingunn Bylgja Einarsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson varaformaður
  • Þórarinn Páll Andrésson nefndarmaður
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Kynning á vinnu jafnréttisnefndar frá fyrra kjörtímabili.

Málsnúmer 201501003Vakta málsnúmer

Fyrirhugað var að Guðrún Helga Elvarsdóttir starfsmaður félagsþjónustunnar kynnti endurskoðun jafnréttisstefnu Fljótsdalshéraðs sem unnin var á síðasta kjörtímabili, en hún forfallaðist á síðustu stundu vegna veikinda.
Jafnréttisstefnan þó lögð fram til kynningar og lítillega farið yfir hana.

2.Kynning á ýmsum gögnum fyrir jafnréttisnefnd og fjárhagsramma næsta árs.

Málsnúmer 201501004Vakta málsnúmer

Starfsmaður nefndarinnar afhenti möppu, með ýmsum gögnum fyrir jafnréttisnefnd og fór lauslega yfir efni þeirra. Einnig kynnti hann fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2015.

3.Kynning á jafnlaunaúttekt 2014.

Málsnúmer 201501005Vakta málsnúmer

Starfsmaður kynnti lauslega niðurstöðu skýrslu um jafnlaunaúttekt sem PWC gerði fyrir Fljótsdalshérað í lok árs 2014.
Þar kemur fram að launamunur karla og kvenna hjá sveitarfélaginu er mjög lítill og langt innan skekkjumarka. Á grundvelli úttektarinnar fékk Fljótsdalshérað úthlutað gullmerki fyrir þennan árangur.

4.Starfið framundan.

Málsnúmer 201501006Vakta málsnúmer

Á fundi með fulltrúum Jafnréttisstofu sem haldin var á Hótel Héraði í haust kom fram að nú á vorönn er hægt að fá fulltrúa stofunnar til að fara í grunnskóa sveitarfélagsins til að ræða og kynna jafnréttismál meðal barna og unglinga. Einnig kom fram að fulltrúar stofunnar eru tilbúnar að funda með starfsmönnum skólastofnanna um jafnréttismál, ef áhugi er á. Slíkar heimsóknir yrðu sveitarfélaginu að kostnaðarlausu á þessu tímabili, þar sem Jafnréttisstofa hefur yfir að ráða fjármagni þá til kynningarstarfsemi.
Jafnréttisnefnd hvetur skólastjóra og fræðsluyfirvöld til að nýta sér þetta boð Jafnréttisstofu.

Fundi slitið - kl. 14:00.