Merking hraðahindrana/hliða á göngustígum

Málsnúmer 201509009

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 32. fundur - 28.09.2015

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 02.09.2015 þar sem bent er á að merkja þurfi hliðin á gangstígunum í áberandi lit eða með einhverjum öðrum hætti þannig að þau sjáist vel.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna. Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að afla upplýsinga um merkingar hliða í öðrum sveitarfélögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.