Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

Málsnúmer 201501002

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 14. fundur - 15.01.2015

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Ylströnd við Urriðavatn, Fljótsdalshéraði. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 05.01.2015 og felur m.a. í sér skipulag fyrir ylströnd við Urriðavatn, Fljótsdalshéraði.
Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar vegna framkominna athugasemda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 16. fundur - 11.02.2015

Erindi dagsett 09.02.2015 þar sem Umhverfis- og Auðlindaráðuneytið óskar eftir umsög sveitarfélagsins vegna umsóknar Eflu ehf um undanþágu við gr.5.3.2.14 Skipulagsreglugerðar nr.90/2013 vegna uppbyggingar ylstrandar við Urriðavatn á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði undanþága við gr.5.3.2.14 Skipulagsreglugerðar hvað varðar fjarlægð mannvirkja frá vatninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Erindi dagsett 09.02. 2015 þar sem Umhverfis- og Auðlindaráðuneytið óskar eftir umsög sveitarfélagsins vegna umsóknar Eflu ehf um undanþágu við gr.5.3.2.14 Skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 vegna uppbyggingar ylstrandar við Urriðavatn á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við að veitt verði undanþága við gr. 5.3.2.14 Skipulagsreglugerðar hvað varðar fjarlægð mannvirkja frá vatninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Ylströnd við Urriðavatn sem afmarkast af Urriðavatni til norðurs og vesturs en Hróarstunguvegi til austurs og landbúnaðarlandi, skv.aðalskipulagi, til suðurs. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags.02.01.2015 og felur m.a. í sér skipulag fyrir ylströnd og byggingar henni tengdar.
Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 15.04.2015

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Ylströnd við Urriðavatn sem afmarkast af Urriðavatni til norðurs og vesturs en Hróarstunguvegi til austurs og landbúnaðarlandi, skv.aðalskipulagi, til suðurs. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 02.01. 2015 og felur m.a. í sér skipulag fyrir ylströnd og byggingar henni tengdar.
Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27. fundur - 24.06.2015

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna ylstrandar við Urriðavatn samhliða auglýsingu um breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dagsett 08.04.2015 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06.2015. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.júní 2015.
Jóni og Málfríði, Urriðavatni í tölvupósti dagsett 10.06.2015.

Málinu frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28. fundur - 29.07.2015

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ylströnd við Urriðavatn samhliða breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags.08.04.2015 var auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06.2015 Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.06.2015, Jóni og Málfríði dagsett 11.06.2016, Vegagerðinni 12.06.2015 og Umhverfisstofnun dagsett 24.06.2015.

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir ylströnd við Urriðavatn dagsett 29.07.2015 ásamt tillögu að svörum við athugasemdum sem bárust dagsett 29.07.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga ásamt svörum við athugasemdum verði samþykkt og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt athugasemdum til meðferðar, samkvæmt 1.mgr.42.gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 305. fundur - 10.08.2015

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04. 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ylströnd við Urriðavatn samhliða breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags.08.04. 2015 var auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06. 2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06. 2015 Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.06.2015, Jóni og Málfríði dagsett 11.06.2016, Vegagerðinni 12.06. 2015 og Umhverfisstofnun dagsett 24.06. 2015.

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir ylströnd við Urriðavatn dagsett 29.07. 2015 ásamt tillögu að svörum við athugasemdum sem bárust dagsett 29.07. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð framlagða tillögu ásamt svörum við athugasemdum og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt athugasemdum til meðferðar, samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 311. fundur - 21.09.2015

Lagt fram bréf frá ábúendum á Urriðavatni vegna afgreiðslu sveitarfélagsins á deiliskipulagstilögu
varðandi fyrirhugaða ylströnd við Urriðavatn og athugasemdum varðandi það.

Bæjarráð telur að fyrirhugaður frágangur fráveitumála varðandi svæði Ylstrandarinnar, sé fullnægjandi miðað við það umfang sem tillögur um uppbyggingu bera með sér.
Bæjarráð óskar þó eftir því við HEF, sem rekstaraðila fráveitukerfis sveitarfélagsins, að skoða hvort hægt sé að leysa fráveitumál á þessu svæði með öðrum hætti og þá í tengslum við fráveitu frá iðnaðarsvæðinu norðan Fellabæjar. Jafnframt leggi HEF mat á kostnað við þær lausnir og geri samanburð á kostnaði við fyrirhugaða útfærslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 32. fundur - 28.09.2015

Lagt er fram leiðrétt tillaga að deiliskiulagi fyrir Ylströnd við Urariðavatn dagsett 21.09.2015. Leiðréttingin er gerð vegna athugasemda sem bárust á auglýsingatíma og vegna athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 27.08.2015.

Ágústa Björnsdóttir vék af fundi kl. 19:45.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun til athugunar samkvæmt 42.gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að fyrirhugaður frágangur fráveitumála varðandi svæði Ylstrandarinnar, sé fullnægjandi miðað við það umfang sem tillögur um uppbyggingu bera með sér.
Bæjarstjórn óskar þó eftir því við HEF, sem rekstaraðila fráveitukerfis sveitarfélagsins, að skoða hvort hægt sé að leysa fráveitumál á þessu svæði með öðrum hætti og þá í tengslum við fráveitu frá iðnaðarsvæðinu norðan Fellabæjar. Jafnframt leggi HEF mat á kostnað við þær lausnir og geri samanburð á kostnaði við fyrirhugaða útfærslu.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var fjarverandi.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Lagt er fram leiðrétt tillaga að deiliskipulagi fyrir Ylströnd við Urrriðavatn dagsett 21.09. 2015. Leiðréttingin er gerð vegna athugasemda sem bárust á auglýsingatíma og vegna athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 27.08. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun til athugunar samkvæmt 42. gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54. fundur - 14.09.2016

Lagt er fram erindi Eflu verkfræðistofu fyrir hönd málsaðila, óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Ylströnd við Urriðavatn.
Óskað er eftir því að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki fyrir erindið sem óveruleg breyting á deiliskipulagi Ylstrandar við Urriðavatn. Breytingin er á þá vegu að byggingarreitur verði rýmkaður svo hann þoli minniháttar tilfærslur á byggingunni. Enn fremur þarf að færa til hjóla- og göngustíg sem liggur fyrir utan eldri byggingarreitinn og skilgreina að staðsetningin sé leiðbeinandi.
Meðfylgjandi er samþykki landeiganda, erindi og uppdráttur.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að um óverulega breytingu sé að ræða og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu erindisins í samræmi við 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Lagt er fram erindi Eflu verkfræðistofu, fyrir hönd málsaðila, óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Ylströnd við Urriðavatn.
Óskað er eftir því að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki fyrir erindið sem óveruleg breyting á deiliskipulagi Ylstrandar við Urriðavatn. Breytingin er á þá vegu að byggingarreitur verði rýmkaður svo hann þoli minniháttar tilfærslur á byggingunni. Enn fremur þarf að færa til hjóla- og göngustíg sem liggur fyrir utan eldri byggingarreitinn og skilgreina að staðsetningin sé leiðbeinandi.
Meðfylgjandi er samþykki landeiganda, erindi og uppdráttur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að um óverulega breytingu sé að ræða og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu erindisins í samræmi við 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.