Almenningssamgöngur 2015

Málsnúmer 201501086

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 14. fundur - 15.01.2015

Lögð eru fram drög að samningi um akstur almenningssamgangna 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagðan samning og felur starfsmanni að ljúka málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Lögð fram drög að samningi um akstur almenningssamgangna 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagðan samning og felur starfsmanni umhverfis og framkvæmdanefndar að ljúka málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25. fundur - 27.05.2015

Lögð er fram tímatafla fyrir strætó.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tímatöflu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 309. fundur - 07.09.2015

Lögð fram skýrsla vinnuhóps um almenningssamgöngur og skólaakstur.

Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til umfjöllunar hjá þeim nefndum sveitarfélagsins sem tengjast málinu.

Undir þessum lið voru tekin fyrir tvö erindi frá síðasta fundi bæjarráðs, varaðandi almenningssamgöngur í Hallormsstað sem tengjast nemendum við Handverks- og hússtjórnarskólann og Menntaskólann á Egilsstöðum. Fyrir fundinum lá minnisblað frá fræðslufulltrúa og umhverfisfulltrúa um málið.

Sigrún Blöndal vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessara erinda.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að kanna málið nánar og verður það svo tekið fyrir aftur á næsta fundi bæjarráðs.


.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 310. fundur - 14.09.2015

Málið er í vinnslu og verður tekið upp á næsta fundi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 311. fundur - 21.09.2015

Málinu vísað frá 310. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindi Hússtjórnarskólans um akstur nemenda hússtjórnarskólans á Hallormsstað í Egilsstaði og til baka síðdegis á föstudögum. Aksturinn verði skilgreindur sem sérstakir reglubundnir fólksflutningar, til að styðja við rekstur Hússtjórnarskólans.
Þetta verði tilraunaverefni sem hefst um mánaðarmótin september og október og stendur til næstu áramóta. Kostnaður vegna þessa aksturs færist af 04400.

Vegna erindis Menntaskólans á Egilsstöðum samþykkir bæjarráð að sveitarfélagið geti haft milligöngu um skipulag og framkvæmd umrædds aksturs, en þá aðeins að Menntaskólinn greiði þann kostnað sem fellur til vegna hans.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 32. fundur - 28.09.2015

Lögð fram skýrsla vinnuhóps um almenningssamgöngur og skólaakstur.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 7.9.2015 að vísa skýrslunni til umfjöllunar hjá þeim nefndum sveitarfélagsins sem tengjast málinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar vinnuhópnum greinargóða skýrslu, nefndin mun hafa skýrsluna til hliðsjónar við gerð starfsáætlunar. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að verða við erindi Hússtjórnarskólans um akstur nemenda Hússtjórnarskólans á Hallormsstað í Egilsstaði og til baka síðdegis á föstudögum. Aksturinn verði skilgreindur sem sérstakir reglubundnir fólksflutningar, til að styðja við rekstur Hússtjórnarskólans.
Þetta verði tilraunaverefni sem hefst um mánaðarmótin september og október og stendur til næstu áramóta. Kostnaður vegna þessa aksturs færist af 04400.

Vegna erindis Menntaskólans á Egilsstöðum samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið geti haft milligöngu um skipulag og framkvæmd umrædds aksturs, en þá aðeins að Menntaskólinn greiði þann kostnað sem fellur til vegna hans.

Samþykkt með 6 atkv. 2 sátu hjá ( GS. GI) og 1 var fjarverandi.