Auka aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2015

Málsnúmer 201502118

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 285. fundur - 23.02.2015

Lögð fram til kynningar fundargerð Skólaskrifstofu Austurlands frá 17. febrúar 2015 ásamt fundarboði auka aðalfundar sem haldinn verður 6. mars 2015 og drögum að samningi um Skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar varðandi málefni fatlaðs fólks.

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aukaaðalfundi Skólaskrifstofu Austurlands 6. mars nk.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti Samning um Skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar varðandi málefni fatlaðs fólks, á fundi sínum 4. febrúar sl. Samningurinn því lagður hér fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aukaaðalfundi Skólaskrifstofu Austurlands 6. mars nk. Varamaður verði Stefán Bragason.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 288. fundur - 16.03.2015

Fundargerð aukaaðalfundar Skólaskrifstofunnar lögð fram til kynningar, ásamt undirrituðum samningi um Skólaskrifstofu Austurlands, sem samþykktur og undirritaður var á fundinum.