Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

288. fundur 16. mars 2015 kl. 09:00 - 12:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmis fjármálatengd mál varðandi rekstur sveitarfélagsins. M.a. kynnti hann tímabundna fjárþörf næstu vikna og samþykkti bæjarráð heimild til fjármálastjóra til skammtímalántöku í samræmi við hana til að bregðast við fjárþörfinni, sem er í samræmi við þá greiðsluáætlun sem kynnt hefur verið.

Einnig fór hann yfir stöðuna varðandi uppgjör sveitarfélagsins fyrir árið 2014, en nú eru endurskoðendur að vinna að gerð ársreiknings og endurskoðunarskýrslu.
Bæjarráð samþykkir samhljóða í tengslum við lokauppgjör 2014 aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 2.958.387 til Minjasafnsins, til að gera upp gamla viðskiptastöðu milli safnsins og Fljótsdalshéraðs. Bæjarráð mælist einni til þess að hin aðildarsveitarfélög safnsins taki til skoðunar að jafna út sinn hlut með sambærilegum hætti.

2.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2015

Málsnúmer 201502168

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella,sem haldinn var 5. mars sl.

3.Fundargerð 185. fundar stjórnar HEF

Málsnúmer 201503037

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 186. fundar stjórnar HEF

Málsnúmer 201503081

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 11.mars 2015

Málsnúmer 201503057

Fram kom að breytt hefur verið fyrirhuguðum vígslutíma hjúkrunarheimilisins og er nú áformað að vígslan fari fram laugardaginn 21. mars kl. 11:00.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð 826. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201503029

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.GáF fundargerðir stjórnar

Málsnúmer 201412046

Lögð fram til kynningar fundargerð hluthafafundar í GáF ehf., frá 11.mars 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu stjórnar Gáf um hlutafjáraukningu í félaginu og hækkun hlutafjár Fljótsdalshéraðs í GáF um kr. 1.000.000.
Jafnframt að Fljótsdalshérað sem hluthafi falli frá forkaupsrétti sínum að hlutafé í félaginu skv. 7. gr. samþykkta félagsins.
Framangreint er hluti af samkomulagi eigenda félagsins um uppgjör á skuldum þess og lok verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Aukaaðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2015

Málsnúmer 201502118

Fundargerð aukaaðalfundar Skólaskrifstofunnar lögð fram til kynningar, ásamt undirrituðum samningi um Skólaskrifstofu Austurlands, sem samþykktur og undirritaður var á fundinum.

9.Leyfisveitingar vegna gistihúsarekstur.

Málsnúmer 201412018

Bæjarstjóri kynnti drög að svari við erindinu. Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegri útgáfu þess og senda málsaðilum.

10.Vinabæjarmót í Skara 5.-7. júní 2015

Málsnúmer 201503012

Málinu var vísað til þessa fundar frá síðasta bæjarráðsfundi.

Bæjarráð leggur til að Sigrún Blöndal forseti bæjarstjórnar og Björn Ingimarsson bæjarstjóri verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs á vinabæjamótinu, ásamt mökum.

11.Ársfundur Menningarráðs Austurlands 2015

Málsnúmer 201503045

Lagt fram fundarboð vegna ársfundar Menningarráðs Austurlanda 2015, sem boðaður hefur verið á Seyðisfirði þann 24. mars nk. Á fundinum er gert ráð fyrir að afgreidd verði tillaga um að Menningarráð Austurlands verði lagt niður, í kjölfar á samningi SSA og ríkisins um sóknaráætlun 2015-2019.

Bæjarráð tekur fyrir sitt leyti undir tillögu SSA um slit Menningarráðsins og samþykkir að fulltrúar í bæjarráði eða varamenn í forföllum þeirra ásamt bæjarstjóra fari með umboð og fjögur atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

12.Aðalfundur Gróðrarstöðvar Barra ehf. v.2014

Málsnúmer 201503043

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Gróðrarstöðvar Barra ehf. fyrir rekstrarárið 2014, sem boðaður hefur verið á Valgerðarstöðum 26. mars kl. 20:00.

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum. Varamaður hans verði Sigrún Blöndal.
Bæjarfulltrúar eru hvattir til að mæta á fundinn.

13.Boðun varamanna á nefndarfundi og afgreiðsluheimildir nefnda

Málsnúmer 201503077

Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar.

14.Samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál

Málsnúmer 201503084

Bæjarráð samþykkir að vísa samstarfssamningum til atvinnu- og menningarnefndar með ósk um að nefndin veiti bæjarráði umsögn um hann.

Fundi slitið - kl. 12:15.