Ársfundur Menningarráðs Austurlands 2015

Málsnúmer 201503045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 288. fundur - 16.03.2015

Lagt fram fundarboð vegna ársfundar Menningarráðs Austurlanda 2015, sem boðaður hefur verið á Seyðisfirði þann 24. mars nk. Á fundinum er gert ráð fyrir að afgreidd verði tillaga um að Menningarráð Austurlands verði lagt niður, í kjölfar á samningi SSA og ríkisins um sóknaráætlun 2015-2019.

Bæjarráð tekur fyrir sitt leyti undir tillögu SSA um slit Menningarráðsins og samþykkir að fulltrúar í bæjarráði eða varamenn í forföllum þeirra ásamt bæjarstjóra fari með umboð og fjögur atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir tillögu SSA um slit Menningarráðsins og samþykkir að fulltrúar í bæjarráði, eða varamenn í forföllum þeirra ásamt bæjarstjóra, fari með umboð og fjögur atkvæði Fljótsdalshéraðs á ársfundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.