Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2015

Málsnúmer 201502168

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 286. fundur - 02.03.2015

Lögð fram fundarboð vegna aðalfundar HEF 2015, sem boðaður hefur verið á Hótel Héraði 5. mars nk. kl. 17:00.

Bæjarráð samþykkir að aðalmenn í bæjarstjórn, eða varamenn í forföllum þeirra, fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum í hlutfalli við mætingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Lögð fram fundarboð vegna aðalfundar HEF 2015, sem boðaður hefur verið á Hótel Héraði 5. mars nk. kl. 17:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að aðalmenn í bæjarstjórn, eða varamenn í forföllum þeirra, fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum í hlutfalli við mætingu bæjarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 288. fundur - 16.03.2015

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella,sem haldinn var 5. mars sl.