Samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál

Málsnúmer 201503084

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 288. fundur - 16.03.2015

Bæjarráð samþykkir að vísa samstarfssamningum til atvinnu- og menningarnefndar með ósk um að nefndin veiti bæjarráði umsögn um hann.

Atvinnu- og menningarnefnd - 16. fundur - 23.03.2015

Fyrir liggja drög að nýjum menningarsamningi á milli sveitarfélaga á Austurlandi til kynningar og umfjöllunar en hann hefur verið uppfærður með tilliti til nýs samnings um sóknaráætlun. Einnig fylgir fyrri menningarsamningur á milli sveitarfélaganna og nýr samningur um sóknaráætlun.

Málinu var vísað frá bæjarráði 16. mars 2015, með ósk um að nefndin veiti bæjarráði umsögn um samninginn.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar því að samningur um menningarmál milli sveitarfélaga á Austurlandi liggur nú fyrir, á grundvelli samnings um sóknaráætlun milli ríkis og SSA. Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að áfram, eins og hingað til, verði fyrst og fremst faglegt mat haft til hliðsjónar við úthlutun styrkja til menningarmála úr uppbyggingarsjóðnum. Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar því að samningur um menningarmál milli sveitarfélaga á Austurlandi liggur nú fyrir, á grundvelli samnings um sóknaráætlun milli ríkis og SSA. Lögð er áhersla á að áfram, eins og hingað til, verði fyrst og fremst faglegt mat haft til hliðsjónar við úthlutun styrkja til menningarmála úr uppbyggingarsjóðnum.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 300. fundur - 22.06.2015

Lögð fram uppfærð drög að samningi.

Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins. Bæjarráð telur þó að ýmis atriði í honum þarfnist yfirferðar og endurskoðunar svo sem, skipan úthlutunarnefndar, fjármagn til menningarmiðstöðva, skilgreind áhersluatriði og fleira.
Bæjarráð mælist því til þess að þessi samningur verði tekinn til endurskoðunar í kjölfar umræðu á komandi aðalfundi SSA í haust.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs staðfestir bæjarstjórn samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn mælist til þess að þessi samningur verði tekinn til umræðu á komandi aðalfundi SSA í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.