Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Gróðrarstöðvar Barra ehf. fyrir rekstrarárið 2014, sem boðaður hefur verið á Valgerðarstöðum 26. mars kl. 20:00.
Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum. Varamaður hans verði Sigrún Blöndal. Bæjarfulltrúar eru hvattir til að mæta á fundinn.
Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Gróðrarstöðvar Barra ehf. fyrir rekstrarárið 2014, sem boðaður hefur verið á Valgerðarstöðum 26. mars kl. 20:00.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum. Varamaður hans verði Sigrún Blöndal. Bæjarfulltrúar eru jafnframt hvattir til að mæta á fundinn.
Fyrir liggur aðalfundargerð Gróðrastöðvarinnar Barra ehf fyrir 2014, frá 26. mars 2015. Einnig liggur fyrir bréf dagsett 21. apríl 2015 með hvatningu til hluthafa með ósk um kaup á meiri hlut í félaginu.
Atvinnu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að auka hlut sveitarfélagsins í Gróðrastöðinni Barra ehf. Að öðru leyti er aðalfundargerð félagsins lögð fram til kynningar.
Fyrir liggur aðalfundargerð Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf fyrir 2014, frá 26. mars 2015. Einnig liggur fyrir bréf dagsett 21. apríl 2015 með hvatningu til hluthafa með ósk um kaup á meiri hlut í félaginu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og sér sér ekki fært að auka hlut sveitarfélagsins í Gróðrarstöðinni Barra ehf. Að öðru leyti er aðalfundargerð félagsins lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum. Varamaður hans verði Sigrún Blöndal.
Bæjarfulltrúar eru hvattir til að mæta á fundinn.