Frumvarp til laga um farmflutninga á landi

Málsnúmer 201502124

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 285. fundur - 23.02.2015

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 19. febrúar 2015, umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um farmflutninga á landi.

Málið er til vinnslu og frestað til næsta fundar:

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 286. fundur - 02.03.2015

Afgreiðslu var frestað á 285.fundi bæjarráðs.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við efni frumvarpsins en leggur þó áherslu á að í tengslum við löggjöf um farmflutninga á landi sé hugað sérstaklega að þáttum sem tengjast jöfnun flutningskostnaðar, sem er mikið réttlætismál fyrir íbúa í landsbyggðunum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við efni frumvarpsins, en leggur þó áherslu á að í tengslum við löggjöf um farmflutninga á landi sé hugað sérstaklega að þáttum sem tengjast jöfnun flutningskostnaðar, sem er mikið réttlætismál fyrir íbúa í landsbyggðunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.