Girðing milli tjaldsvæðis og mjólkurstöðvar.

Málsnúmer 201406123

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 3. fundur - 23.07.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 21.05.2014 þar sem Lúðvík Hermannsson óskar eftir að sveitarfélagið setji upp varanlega girðingu milli tjaldsvæðisins og lóðar Auðhumlu svf. að Hamragerði 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa Hamragerði 1 um hugsanlegt samstarf um uppsetningu á girðingu á lóðamörkum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.