Umferðaröryggishópur

Málsnúmer 201407098

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 3. fundur - 23.07.2014

Velja á fulltrúa í Umferðaröryggishóp Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að Árni Kristinsson, Páll Sigvaldason og Ágústa Björnsdóttir verði í Umferðaröryggishópnum og að Skipulags- og byggingarfulltrúi verði starfsmaður hópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 261. fundur - 11.08.2014

Skipan fulltrúa í Umferðaröryggishóp Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að Árni Kristinsson, Páll Sigvaldason og Ágústa Björnsdóttir verði í Umferðaröryggishópnum og að Skipulags- og byggingarfulltrúi verði starfsmaður hópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 53. fundur - 24.08.2016

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að umferðaröryggishópur og vinna hópsins verði færð undir Umhverfis- og framkvæmdanefnd, fundir vinnuhóps verði því lagðir niður.

Erindi frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54. fundur - 14.09.2016

Til umræðu er framtíð starfshóps um umferðaröryggismál.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að umferðaröryggishópurinn verði lagður niður og vinna hópsins verði færð undir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Til umræðu í umhverfis- og framkvæmdanefnd var framtíð starfshóps um umferðaröryggismál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að umferðaröryggishópurinn verði lagður niður og vinna hópsins verði færð undir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.