Leiktæki, aðalskoðun

Málsnúmer 201109057

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 2. fundur - 08.07.2014

Til umræðu er aðalskoðun leiktækja á Fljótsdalshéraði.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að fá tilboð í aðalskoðun leiktækja og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 3. fundur - 23.07.2014

Fyrir liggur tilboð frá Guðjóni Kristinssyni, hjá BSI á Íslandi,í árlega aðalskoðun leiktækja á Fljótsdalshéraði. Málið var áður á dagskrá 08.07.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar tilboðið, en þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2014 þá hafnar nefndin því.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að sá hluti reglugerðar um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, sem fjallar um aðalskoðun leiktækja, verði tekin til umræðu á vettvangi SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 261. fundur - 11.08.2014

Fyrir liggur tilboð frá Guðjóni Kristinssyni, hjá BSI á Íslandi,í árlega aðalskoðun leiktækja á Fljótsdalshéraði. Málið var áður á dagskrá 08.07.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar þakkar bæjarráð tilboðið, en þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2014 þá er því hafnað.

bæjarráð samþykkir að óska eftir að sá hluti reglugerðar um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, sem fjallar um aðalskoðun leiktækja, verði tekin til umræðu á vettvangi SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Lögð eru fram tvö tilboð í árlega aðalskoðun leiksvæða á Fljótsdalshéraði.

Lagt fram til kynningar.