Styrkbeiðni vegna Parkinsonsamtakanna

Málsnúmer 201408012

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 261. fundur - 11.08.2014

Lagt fram bréf frá Parkinsonsamtökunum á Íslandi, með beiðni um fjárstuðning til að halda félagsfund í heimabyggð næsta vetur.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til félagsmálanefndar til afgreiðslu.

Félagsmálanefnd - 129. fundur - 01.10.2014

Styrkbeiðni Parkinsonsamtaka á Íslandi um kr. 150.000, til að mæta kostnaði vegna félagsfunda á Fljótsdalshéraði lögð fram. Umsókninni er synjað, en samþykkt að veita félaginu heimild til afnota af fundaraðstöðu í Hlymsdölum, endurgjaldslaust.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 205. fundur - 15.10.2014

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.