Umsókn um lagningu háspennustarengs

Málsnúmer 201408051

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 4. fundur - 13.08.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 12.08.2014 þar sem Ólafur Birgisson f.h. Rarik ohf kt.520269-2669 óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs frá aðveitustöð við Eyvindará að norðurbrún Fjarðarheiðar, samkvæmt framlögðum uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. Nefndin bendir á að afla þarf samþykki landeigandi fyrir lagnaleiðinni. Nefndin leggur áherslu á að frágangur verði með þeim hætti að ekki verði varanleg breyting á ásýnd svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 201. fundur - 20.08.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 12.08. 2014 þar sem Ólafur Birgisson f.h. Rarik ohf kt.520269-2669 óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs frá aðveitustöð við Eyvindará að norðurbrún Fjarðarheiðar, samkvæmt framlögðum uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. Bæjarstjórn bendir á að afla þarf samþykkis landeiganda fyrir lagnaleiðinni. Bæjarstjórn leggur áherslu á að frágangur verði með þeim hætti að ekki verði varanleg breyting á ásýnd svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.